Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 51
Ljón á Vesturgötunni Óskar var hittinn, drengurinn varð að viðurkenna það, Óskar var í allra fremstu röð hrækjara. — Það brenna sundur í þér geiflurnar, sagði Óskar, og þú færð orma í magann. — Eg vil fá að tala við verslunarstjórann, sagði drengurinn. Kallarnir byrjuðu að flissa. — Leyfðu drengnum að tala við verslunarstjórann Óskar, sögðu þeir. — Brúnt kex fyrir fimmkall, sagði drengurinn og horfði með skuggalegum svip á Óskar. — Eg er ekki heyrnarlaus, sagði Óskar. Hvar náðirðu í fimm- kall? — Afgreiddu drenginn Óskar, sögðu kallarnir. Hvaða rekistefna er þetta? Ekki spyrðu okkur hvaðan við höfum peníngana, við gætum þessvegna hafa rænt ömmu okkar. Óskar leit þá óhýru auga, hristi hausinn með rauða hárinu sem var tekið að grána og þynnast og hóf að telja brúnar Frónkexkökur í hvítan bréfpoka. Drengurinn fylgdist með handarhreyfíngum Óskars sem voru svívirðilega hægar og hann fékk störu og veitti því þarafleiðandi ekki athygli að kona hlauparans kom inní búðina og tók sér stöðu við búðarborðið til hliðar við hann. Það var ekki fyrren kallarnir byrjuðu að flissa að hann leit til hliðar og hrökk í kút, því þarna voru þær: fallegustu varir í heimi með þennan yndislega rauða lit. Dreng- urinn sá varir hennar stundum fyrir sér á kvöldin þegar hann var búinn að hátta og lá í rúminu og gat ekki sofnað. Maðurinn hennar var lögga og íslandsmeistari í 100 metra hlaupi og hún drakk stundum kaffi heima hjá móður drengsins og þá sat drengurinn útí horni og starði á hana uns móðurinni var nóg boðið og sagði: Farðu inn að leggja þig drengur, þú ert stjarfur af syfju! Kallarnir á goskössunum flissuðu og drengurinn gaut á þá hornauga og sá að þeir gerðu myndir af kvenmannslíkömum í loftið með höndunum, og einn gerði hríng með þumli og vísifíngri vinstri handar og skók löngutöng hægri handar í hríngnum. Og kallarnir héldu áfram að flissa uns kona hlauparans leit snöggt um öxl og sá hvað þeir voru að teikna í loftið og drengurinn sá að blóðið stökk framí andlitið á henni og hún tvísté og varð ótrúlega falleg, en svo tmm IV 545
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.