Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 53
Ljón á Vesturgötunni — Hvaða nöldur er þetta í þér Óskar, sögðu kallarnir, skyldi drengnum ekki leyfast að fá sér drullu af kexáti. — Pokann, sagði drengurinn. Oskar rétti fram pokann með semíngi og hélt áfram að tauta um ormaveitu í maganum og brunnar tennur. Þegar drengurinn hafði náð taki á pokanum og fjarlægt sig frá búðarborðinu sagði hann: Þú átt bara að afgreiða Óskar og halda kjafti! Kallarnir veltust um af hlátri. Tóbakstaumur rann útúr öðru munnvikinu á Óskari. Loks gat hann stunið upp: Það er aldrei trantur í kvikindinu. Drengurinn setti niður sólgleraugun á húfuskyggninu, gekk hnakkakertur útúr Stefaníubúð og skellti á eftir sér svo glerið í hurðinni nötraði. Utá tröppunum þótti honum varlegra að sleppa virðuleikanum og taka til fótanna. Það er ekki sama hvernig farið er yfir grindverk. Það er listgrein að fara yfir grindverk og kostar margra ára þjálfun að gera það rétt. Maður svífur einsog vindurinn. Að lenda í Stefaníugarði einsog enginn hafi verið að fara yfir neitt er listgrein. Dúfurnar tóku á móti drengnum með háværu kurri þegar hann opnaði dyrnar á Svartaskúrnum. Þær tróðust að döllunum og hann gaf þeim vatn og bygg og tók síðan ísarann útúr búrinu og strauk honum blíðlega og fuglinn nuddaði hausnum í lófa drengsins einsog dáleiddur. En drengurinn var að flýta sér, stakk ísaranum aftur inní búrið, tróð kexi í alla vasa, en faldi afgánginn í saghaugnum bakvið dúfnabúrið. Hann steig aftur útí sólskinið með brúna Frónkexköku í munninum, læsti skúrnum og tók loftleiðina yfir grindverkið með stefnu á rakarastofu Lárusar Lárussonar. „Lokað vegna óviðráðanlegra orsaka“, stóð á skiltinu á dyrum rakarastofunnar. Glugginn að húsabaki vissi útað garði þarsem óx hvönn í glæstum breiðum og mannhæðarhár njóli sem sumir strákar reyktu, en ýmsir átu hvönnina tilað verða brjálaðir. Ef maður át nógu mikið af hvönn varð maður brjálaður og gat rifið í sundur járn. I hvanna- og njólaskógi Lárusar rakara var hægt að skríða óséður lángar leiðir. 547
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.