Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 60
Timarit Máls og menningar
I staðinn farvegirnir og víðernin án girðinga
innan marka sjóndeildarhringsins
lífið milli sjóndeildarhringanna, í eigrandi öldum.
Fólkið, múgurinn.
Og frelsið að vera dropi í hafinu.
En harmurinn í hafrótinu?
Þunglyndið í vindinum?
Hvert leiðir mig þín granna, sterka hönd?
Að hverjum víðernum af grasi eða vatni?
Að hvaða vaggandi nálægð?
I hvaða hrynjandi borg?
Vindur, hvert blæstu orðum mínum?
Ut í tómið, að hvirflast í geimnum,
meðal hinna sviðnu stjarna,
í nótt án augna?
Ellegar til þess eins að hrapa og rísla sandinum
kringum strandhrauka og sporðdreka.
Vindur án knjáa
vindur með slétt mannsspilaandlit,
vindur sem bræðir steina sem salt
og svarar aldrei,
svarar aldrei.
Artur Lundkvist er eitt helstu skálda Svía, og líka einn fremstur þeirra á Norður-
löndum sem skrifa um bókmenntir á heimsvísu. Hann er einn hinna atkvæðamestu í
sænsku akademíunni sem veitir Nóbelsverðlaunin; enda sagt að hann hafi orðið
fyrstur til að kynna þar um slóðir fleiri verðandi Nóbelsverðlaunahöfunda en
nokkur annar. Sjálfur fékk hann á sínum tíma helstu bókmenntaverðlaun sænsk
(litlu nóbelsverðlaunin) fyrir ljóðlist sína annars vegar og hins vegar fyrir að víkka
sjóndeildarhringinn á bókmenntasviðinu á Norðurlöndum með því að kynna þar
heimsbókmenntir. Um sinn dró nokkuð úr áhrifum hans meðan gekk yfir farpest
lágkúrunnar og stóð til að banna flug og öll tilþrif; en fer nú aftur vaxandi að
verðleikum. Artur er undra afkastamikill og hefur markað spor á flestum sviðum
bókmennta með Svíum.
554