Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 62
Gubbergur Bergsson Gagnrýni á gagnrýnina Erindi flutt d ráðstefnu um gagnrýni 11. sept. 1982 Það er kannski tímanna tákn að nú er hér haldin ráðstefna sem á að fjalla um gagnrýni, í landi þar sem hið sögulega samþykki, friðsamleg sambúð ólíkra skoðana og hvers kyns stéttaládeyða hefur ríkt lengur en í öðrum löndum. Það er kannski þess vegna sem gagnrýnendur vakna nú til meðvitundar og listamennirnir við vondan draum, þegar þeir sjá að hin alþýðlegu punthandklæði eru ekki snilldarverk á sviði myndlistar og að væmnar kjaftasögur eru ekki heillavænlegustu bókmenntaafrekin, og í tónlist er ekki nóg að vera duglegur við að bregða plötum á fóninn. Kreppa er í nánd og vandinn neyðir menn til að hugsa. Vandinn neyðir jafnvel hinn andlega letingja til að hugsa að minnsta kosti örlítið sinn gang. Svo virðist sem maðurinn læri aldrei neitt af sjálfsdáðum, heldur neyði aðstæðurnar hann til að átta sig örlítið, og það kallar hann lærdóm og jafnvel þekkingu, sem hann hælir sér af uns vandamálin standa á nýjum krossgötum og hann horfir á þau áttavilltur. Aldrei er sama hvernig gengið er að efninu. Hluturinn sem gengið er að kann að vera sá hinn sami á öllum tímum, en við göngum að honum með ólíkum hætti hverju sinni, og göngulag okkar fer eftir aðstæðum okkar, tímanum og eðh sjálfra okkar. Hið gagnrýna eða hálfgagnrýnislausa hugarfar ræður ferðinni hverju sinni. Ekkert hugarfar er athyglisverðara en það hugarfar sem er gagnrýnið hugarfar. Slíkt hugarfar getur verið jákvætt eða neikvætt, en jákvæði eða neikvæði hugarfarsins gildir einu ef hugarfarið er skapandi hugarfar, enda getur verið jafn nauðsynlegt að rífa og það að byggja, en í hvoru tveggja þarf helst að vera snefill af sköpunarmætti. Ég leyfi mér að álíta að gagnrýnin sé ævinlega annað hvort skapandi eða deyðandi. Hitt, að gagnrýnin sé neikvæð eða jákvæð dugar skammt sem djúp skilgreining listinni í hag, vegna þess að jákvæð gagnrýni er oft afar deyðandi og fleðuleg, en neikvæð gagnrýni jákvæð fyrir listirnar. Þannig getur verið jákvætt að vera neikvæður. Höfuðmáli skiptir að jafnt listin sem gagnrýnin sé sprottin úr skapandi huga. I sköpun er líka alltaf eitthvert niðurrif. Tvíeðli er eðli allra lifandi hluta, og hin hreina niðurstaða finnst 556
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.