Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Qupperneq 64
Tímarit Máls og menningar metnaðarlaust bull um þær í blöðum. Bókmenntabull er sú iðja sem íslendingum hefur verið sérlega kær, vegna þess hvað bókmenntirnar hafa verið fáskrúðugar og harla óvitsmunalega gerðar og sjaldan stundaðar af alvörufólki. Þess vegna hefur næstum hver hávaðamaður getað bullað um íslenskar bækur og engin krafa verið gerð til bullsins um að það nái nokkurri átt. Með því að alþýðumenningu hér hefur hnignað, en skrumskæling hennar risið upp í hinni íslensku millistétt, þá hefur komið örlítið menntamanns- bragð af bulli þessu um listir. Og listamennirnir, hinir tímabundnu fúskarar, eru á stöðugum hlaupum með kveinstafi á vör í von um að fá viðurkenningu álíka lélegra gagnrýnenda og þeir eru sjálfir lélegir listamenn. Þessi miðstétt- arlegi ákafi, sem einkennir listirnar og gagnrýnina, hefur sameinast í því síðasta áratuginn að flytja þann gleðiboðskap að allt sé fábjánum fært á sviði listanna. „Fólkið vill þetta!“ Líkt og alþýðunni sé aðeins boðlegur bjána- háttur. Niðurstaða vaxandi skólamenningar verður því linkind í stað frjálslyndis og slök dómgreind hvað margslungna list áhrærir. Þeim sem skrifar um listir í blöðin verður þó reiknað til vorkunnar, að hér er varla hægt að ræða um annað en bókmenntaiðju, í hæsta lagi um afar einfalda sagnagerð í ætt við játningar félaga í sértrúarsöfnuðum. Helsta takmark þessarar iðju virðist vera að opna skráargatið og vekja forvitni. Þegar lesandinn gægist gegnum skráargatið eru sögupersónurnar jafnan í kitlandi syndsamlegum stellingum. Skráargataskáld með gægjugatasögur eru um þessar mundir alráðandi í íslenskum bókmenntum, og hægt er að segja um sumar bókaútgáfur það sem sagt er um sumt fataefni: að þær séu skítsælar. En hvert sækja listirnar list sína? Hvaðan er listin sprottin? Kannski er það eitt af hlutverkum gagnrýnandans að reyna að leysa þá gátu með aðstoð listamannsins? Ef til vill ekki. Kannski er gagnrýnin sjálfstæð listgrein sem vex af listaverkum annarra. Þá er bókmenntagagnrýnin list byggð á bók- menntum, list sem dreymir um að leysa sig undan ofurvaldi skáldsögunnar og ljóðsins. Slíkt hið sama er hægt að segja um löngun og þrá allra listgreina. Og listgreinarnar eru að meginþætti list listarinnar vegna og sprottnar af listinni. Því að bók vex af bók, málverk af málverki, tónlist af tónverki, miklu fremur en beinlínis úr raunheiminum. Svipað er að segja um kartöfl- una og allt hér í heimi: aðeins kartöflur vaxa af kartöflum. Enginn gerir þá kröfu til kartöflunnar að af henni spretti fiskar eða sauðfé, þótt það væri kannski hollara fyrir hagvöxtinn. Víst er að á tímum snauðra bókmennta þá hleypur ofvöxtur í hvers kyns umsagnir og léttar umræður í spjalldúr um bókmenntir, en sjálfri gagn- 558
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.