Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 72
Tímarit Máls og menningar í myndlistum síðustu ára, nýjum viðhorfum, aðferðum og efnivið. Þeir hafa oftast nær sett sig í stellingar virðulegra lærifeðra sem sífellt eru að leggja fyrir „nemendur“ sína, myndlistarmennina, smápróf upp á gamla mátann og gefa þeim einkunnir eftir reglum sem e. t. v. giltu fyrir síðara stríð. Sú staðreynd að sjálfir hafa þeir flestir verið í listamannastétt hefur í engu stuðlað að þroskaðri meðhöndlun þessara gagnrýnenda á verkum kollega sinna, heldur miklu frekar styrkt þá í trúnni á hlutverk sitt í samfélagi innvígðra. Þar að auki virðist ein tegund myndlistargagnrýni, gagnrýni byggingarlistar, næstum alveg hafa farið framhjá íslandi. Heil hverfi rísa á Reykjavíkursvæðinu og annars staðar án þess að nokkur sjónmenntaður maður sjái ástæðu til að fjalla um þau. Enginn virðist hafa viljað nýta sér það fordæmi sem Hörður Agústsson sýndi í greinum sínum um íslenska bygg- ingarlist í Birtingi og annars staðar á sjötta áratugnum. Þögn er sama og samþykki segir máltækið. Arkitektar hafa ekki kvartað svo tekið hafi verið eftir og íslenskir myndlistarmenn hafa ekki mótmælt þessum stöðugu tyftunum og einkunnargjöfum gagnrýnenda, heldur beinlínis gengist upp í þeim, oft samkvæmt þeirri reglu að góð einkunn plús góðar ljósmyndir í blaði jafngilti góðri auglýsingu. Hvers vegna hefur íslensk myndlistargagnrýni brugðist svona hrapallega? Ein ástæðan hlýtur vitaskuld að vera sú sem drepið er á hér að ofan, — að íslenskir myndlistarmenn og aðrir hafa ekki gert nægar kröfur til gagnrýnenda. Eitt er víst, — ekki er um að kenna áhugaleysi dagblaða og tímarita á landinu á myndlistarumfjöllun. Um árabil hefur myndlist fengið meira rými á síðum dagblaða hér en í nokkru öðru landi sem ég þekki og þau blöð sem ekki hafa myndlistargagnrýnendur á sínum snærum hafa leitað logandi ljósi að fólki sem vill taka að sér þetta vanþakkláta starf, — oft með litlum árangri. Því er út í hött að tala um „sjálfskipaða“ gagnrýnendur í þessari grein, eins og sumir hafa gert. Hins vegar eru þessi sömu dagblöð ekki jafn fús að skapa gagnrýnendum sínum æskilegan starfsgrundvöll, þannig að þeir geti í ró og næði gaumgæft obbann af þeim 150 myndlistarsýningum sem sjá dagsins ljós á Islandi á ári hverju. Enginn myndlistargagnrýnandi er í fullu starfi á dagblaði á landinu og hámarksgreiðsla fyrir myndlistargrein er nú um 500 krónur, að því mér skilst, nema á Morgunblaðinu sem greiðir eftir lengd. Enda eru myndlistar- greinar þar að jafnaði lengri en í öðrum dagblöðum. Nú má vera að einhverjum þyki 500 krónur alveg nóg fyrir eitt stykki skoðun, en taka verður tillit til þess að hver myndlistarsýning útheimtir oftast tvær heim- sóknir, stundum þrjár, einhvern umþóttunartíma og síðan skrif og þá er ótalinn bifreiðakostnaður gagnrýnandans. Islenskir myndlistargagnrýnendur verða því að hafa lífsviðurværi sitt af 566
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.