Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Page 73
íslensk myndlistargagnrýni einhverju öðru og sinna gagnrýni á hlaupum. Rétt er að geta þess að þetta er ekki séríslenskt vandamál. Síðast þegar ég vissi var aðeins einn mynd- listargagnrýnandi á fullum launum við norskt blað. Það gefur auga leið að þessi starfsskilyrði stuðla ekki að yfirvegun, íhygli og vandaðri framsetningu efnis. Fleira kemur til. Ekki er nokkur leið að horfa framhjá því að gott myndverk er samansett úr ótal mörgum þáttum, tilfinningalegum, heimspekilegum og þjóðfélagslegum, og umræða um alla þessa þætti er að sjálfsögðu meir en við hæfi í myndlistargagnrýni. Meðvitund um þá hlýtur að setja svip sinn á alla þá gagnrýni sem stendur undir nafni. Þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að við eigum ekki vitræna eða intellektúal hefð sem verið hefur þess megnug að nálgast myndlistir frá þeim sjónvinkl- um. Varla getur það verið tilviljun að meðan við eigum okkur tímarit eða sérrit sem helguð eru fræðimennsku í sögu, málvísindum og bókmenntum, höfum við aldrei eignast rit um listasögu eða listfræðileg vandamál. Ekki væri of djúpt í árina tekið að segja að við ættum okkur and-vitræna, anti- intellektúal, hefð í myndlistarumræðu á íslandi, samanber það moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í kringum Kjarvalsstaði á undanförnum árum. Sérstaklega hafa myndlistarmenn sjálfir verið iðnir við að bera af sér vitræna tjáningu, rannsóknarstarfsemi eða skírskotun til annarra þátta en þeirra sem líta má á fletinum eða í forminu. Við tilraunir okkar gagnrýnenda til rannsókna eða skilgreininga, fara íslenskir myndlistarmenn hjá sér eða undan í flæmingi. Eitt er það í viðbót sem slævt hefur brodd íslenskrar myndlistargagnrýni og það vandamál er síður en svo bundið við mynd- listina eina. Hér á ég við hinn mannlega þátt, náin kynni, frændsemi og önnur tengsl flestra þeirra sem starfa í íslensku menningarlífi. Alls staðar þar sem myndlistargagnrýni er skrifuð, verða gagnrýnendur fyrir þrýstingi safna- manna, galleríeigenda, listamanna og annarra sem eiga hagsmuna að gæta. Og vitaskuld er ekki hægt að ætlast til þess að gagnrýnandinn einangri sig alveg í starfi, slíkt mundi t. d. koma í veg fyrir skapandi samvinnu hans og listamanna, dýpri skilning á verkum þeirra og þekkingu á mikilvægum þáttum í sýningarstarfsemi. En hinn persónulegi þrýstingur á íslenska myndlistargagnrýnendur er líkast til erfiðari viðureignar en „prófessjónal“ þrýstingurinn í útlöndum, vegna þess hve oft er erfitt að sjá við honum. Haldi íslenskur mynd- listargagnrýnandi ekki vöku sinni, er eins víst að skrif hans snúist upp í meinlaust, vinsamlegt rabb um allt sem fyrir augun ber. Við höfum heldur ekki farið varhluta af slíkum myndlistarskrifum. E. t. v. má skilja á ýmsu því sem ég hef hér kastað fram, að ég sé ekki alveg sannfærður um gildi myndlistargagnrýni, að ég telji myndlistina 567
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.