Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 88
Tímarit Máls og menningar Undantekningin sannar regluna sem gildir í næstu sögum í flokknum. Sakamaðurinn í Löggan sem hló var dæmigerður einkaframtaksmaður og hreppti sem slíkur makleg málagjöld. í Brunahíllinn sem týndist eru smá- menni þau sem ónæði valda í samfélagi sögunnar, og sumpart falla á sjálfs sín bragði en komast sumpart undir mannahendur, allir sem einn handbendi annarra og miklu meiriháttar sakamanna; að sögubaki hillir undir fjölþjóð- leg stórfyrirtæki, nútímalega rekstrarhætti í ránum og morðum. Morðing- inn í Pólís pólís er að sínu leyti líka leiksoppur kringumstæðna sem verða honum um megn. Rannsókn morðmálsins í sögunni beinist í þetta sinn umfram allt að því að afhjúpa samhengið að baki málsatvika, sýna fram á félagslega og fjárhagslega spillingu sem afsakar, ef hún ekki réttlætir, verknað morðingjans. Það er ekkert persónulegt eða einstaklingsbundið við orsakir glæpsins, hann stafar af efnahagslegu misrétti, kúgun og ofbeldi sem gert hefur ævi sakamannsins óbærilega, lagt líf hans í rúst löngu áður en hann vinnur vígið. Eiginlegir sökudólgar eru fjárplógsmenn þeir sem aka saman auði á kostnað þessa lítilmagna og annarra hans líka, en standa uppi lausir allra mála að sögulokum; langt úr seilingu lögreglunnar. Samt sem áður er allt jafn löglaust, siðferði og einkalíf, fjárreiður og atvinnurekstur hinna eiginlegu sakamanna, yfirstéttar í sögunni. Heimur hennar er rotinn í gegn. Engu breytir þótt einn arðræningi sé lagður að velli: með dauða hans nær ekki réttlæti og ekki einu sinni hefnd fram að ganga. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Og Martin Beck og félögum hans er hægt og hægt að verða það ljóst að þeim er aldeilis ekki ætlað nema afnema bráðustu auðkenni sjúkdómsins sem samfélag þeirra er haldið, síður en svo að grafast fyrir, hvað þá uppræta meinið sjálft. Lög og réttur ná ekki yfir þá sem ósköpum valda í sögunum. í Madur uppi á þaki er aftur sagt frá hefnd lítilmagna sem orðið hefur fyrir ómannlegum rangindum. En í þetta sinn er það lögreglan sjálf sem veldur ósköpum; sjúki maðurinn sem í byrjun sögu er slátrað, eins og á blóðvelli væri, er sjálfur upphafsmaður alls ófarnaðar í sögunni. Og dæmi hans á ekki að vera neitt einsdæmi; Nyman lögreglufulltrúi sem myrtur var hafði orðið sá sem hann var í ævilöngu starfi sínu í sænsku lögreglunni. I einkalífinu var hann allur annar maður, og hélt því raunar strengilega aðgreindu frá starfi sínu; þar breyttist hinn hversdagsgæfi heimilisfaðir í ófreskju í mannsmynd. Eins og dr Jekyll og mr Hyde. Nú er lýst upptökum og orsök sjúkdómsins sem brýst út í athæfi mannsins á þakinu. Og skýring atburða í sögunni felst ekki lengur í fjárhagslegu misferli né þá heldur efnahagslegu misrétti; undirræturnar eru siðferðislegar og um síðir póli- 582
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.