Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 91
Eins og á vígvelli viðureign hans og lögreglunnar og lesandinn orðinn meir en lítið blendinn í trúnni á málstaðinn. Og í lok sögunnar hefur öllum hinum föstu formúlum, hlutverkum, gildum venjubundinnar sakamálasögu verið snúið upp í and- stæðu sína. Ef tvær, þrjár fyrstu sögurnar eru í aðalatriðum venjulegar, mjög vel sagðar sakamálasögur þá eru á hinn bóginn þrjár síðustu sögurnar í flokkn- um mjög svo óvenjulegar sem slíkar. Þær eru á meðal annars miklu flóknari eða reknari í formi en hinar fyrri. Og lengjast um leið uns Terroristerna er orðin næstum tvöföld á lengdina á við flestar fyrri sögurnar. I þeim eru atburðarásirnar tvær og þrjár og tengjast ekki sín í milli nema rétt að nafninu til, vegna þess að hinir sömu lögreglumenn, lögregluhópur sögunn- ar kemur meir og minna við þær allar. Og þar eiga söguhetjurnar að taka út þann þroska sem hægt og hægt hefur verið að safnast til í öllum fyrri sögunum. I síðustu sögunum er að vísu ævinlega farið með efnivið hefðbundinna sakamálasagna, meira að segja sígilt slíkt söguefni í Luktar dyr, söguna af aldurtila einstæðings og fjárpyndara, þar sem gátan er hvernig morðinginn gat yfirleitt komist að hinum myrta. Hún er auðvitað leyst með glæsibrag í bókinni. Þessi sakarefni sagnanna, morð Sigbritar Márd í Polismördaren og Petrusar klámkarls í Terroristerna, eru að sumu leyti hliðstæð við fyrri yrkisefni í flokknum, orsakir glæpanna eins og áður félagslegar og fjárhags- legar. En jafnframt er eins og morðið sjálft og morðinginn verði æ meiri aukageta í þessum síðustu sögum hverri af annarri, önnur sakarefni og atburðarásir komnar í fyrirrúm í sögunum; bankaránsmálin í Luktar dyr, eltingaleikur við ætlaðan lögreglumorðingja í Polismördaren, viðureign við alþjóðlegan hryðjuverkaflokk annarsvegar og saga Rebekku Lind hinsvegar í Terroristema. Og þessar atburðarásir þeirra verða umfram allt vettvangur fyrir tilætlaða þjóðfélagsdeilu sagnanna með æ meiri stílfærslu umhverfislýs- ingar, atburða, persónugerðar. Þetta kunna að vera góðar og gagnlegar sögur, allt eftir smekk lesanda. Allténd má gera sér gott af fyndni og fáránleika, afkárafarsa sem þar er til að dreifa, sjá td. aðför lögreglu að bankaræningjunum Malmström og Mohrén í Luktar dyr, lögreglumorðið sjálft, aðdraganda og eftirköst þess í Polismör- daren og pólitísku tilræðin í Terroristerna. En hitt er hæpið að þær geri lesandanum lengur gagn eiginlegrar sakamálasögu. 4 Það er haft fyrir satt að Sjöwall og Wahlöö hafi með Sögu um glæp ætlað sér að taka sakamálasöguna til nýrra nota, gera raunsæis-aðferð eða yfirskin 585
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.