Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Síða 94
Tímarit Máls og menningar ófarnaður í sögunni stafar af hugmyndafari, verðmæta- og manngildismati sem viðgengst allt í kringum okkur og er í einhverjum verulegum mæli okkar eigið, þó að við vitum um leið að það sé rangt. Sagan upprætir og afplánar þar með sök sem við finnum hjá sjálfum okkur. Aftur á móti er engin von til þess að Martin Beck geti afplánað upp á sitt eindæmi sök lögreglunnar, hvað þá upprætt hið samfélagslega mein sem sökinni veldur í Maður uppi á þaki. Þar virðist saga og þar með sálskýring hins eiginlega sakamanns, Nymans lögreglufulltrúa, eiga að standa með myndrænu eða táknlegu móti fyrir óleysanlega mótsögn í samfélagsháttun- um sjálfum. Orsök hins illa er að endingu skilgreind og sök lýst á hendur ómannlegu samfélagi sögunnar. Engu líkara en um leið sé hin raunsæislega frásagnaraðferð og form sakamálasögu að bresta utan af því sem hún vildi sagt hafa. I næstu sögu, Luktar dyr, er sögulausnin orðin einkamál söguhetjanna. Þótt Martin Beck ráði gátuna um „morð fyrir luktum dyrum“ ná ekki lög og réttur fram að ganga í máli morðingjans; hann er á hinn bóginn sakfelldur fyrir rán og morð sem hann er alsaklaus af. Bankaránsmálin eru rakinn farsi og réttarfarið tómur skrípaleikur í sögunni. Jafnharðan verður að vísu ráðning gátunnar til að opna fyrir Martin Beck luktar dyr hans eigin sjálfsvitundar. Þetta gerist í og með kynnum og vinfengi þeirra Rheu Nielsen, og ástir þeirra helgast alveg frá byrjun af sama ósjálfráða innsæi hvors í annars hug og áður auðkenndi samband og samvinnu þeirra Kollbergs, hugar og hjarta í lögregluhópnum; hún hefur allan sama næm- leika og skarpskyggni til að bera í einkalífinu og þeir njóta saman í starfi sínu. Og með Rheu á Martin Beck fyrst að verða sannur maður, heill og óskiptur í lífi og starfi. Það verður æ gleggra í síðustu sögunum hverri af annarri að eiginlegir andstæðingar söguhetjanna, lögregluhópsins í Sögu um glæp, eru þeirra eigin yfirboðarar, æðstu yfirmenn lögreglunnar sjálfrar; og að baki þeirra þjóðfélagið sjálft og þess æðstu valdsmenn. Lögregluríkið hefur smám- saman verið að leiðast í ljós í $ögunni, en lýsing þess skýrist til hlítar frá og með tilkomu Malms deildarstjóra í Pólis pólís. Það auðkennist fyrst og síðast af vankunnáttu og vanhæfni sinni sem leiðir til látlausra vandræða í sögun- um; samtímis lýsir sagan með vaxandi andúð, vandlætingu hinni daglegu löggæslu úti um götur og torg og óbreyttu liði lögreglunnar. I Polismórdar- en mega söguhetjurnar standa í ströngu að afstýra því að alsaklaus maður, ákærður af blöðunum, dæmdur af almenningi, verði sakfelldur fyrir morðið í sögunni; þetta er vel að merkja Folke Bengtsson, morðingi Róseönnu í fyrstu sögu í flokknum. Það er ekki að ástæðulausu að hann kemur á ný til sögunnar. Augljóslega 588
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.