Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Side 108
Tímarit Máls og menningar hann hafi orðið til, hvernig vitund sé ein og sér og hvernig hún hafi orðið til, eru því marklausar þegar kenning Sartres er til umræðu: Með kenningu sinni vill Sartre einmitt skýra hvers vegna spurn- ingar af þessu tagi eru bornar fram og hvaða annmörkum þær eru háðar. Ef andmæla skal kenningu Sartres og þeirri skýringunni, sem hún gerir kleift að gefa á heimspeki Brynjólfs, þurfum við að finna veikleika í forsendum Sartr- es. Heimspeki Brynjólfs hjálpar okkur til þess. Miðað við heimspeki Sartres er veikleikinn í forsendum Brynjólfs sá að hann leggur hlutveruna til grundvallar. En er ekki veikleikinn í heimspeki Sartr- es nákvæmlega af sama tagi, er ekki munurinn eingöngu sá að hann leggur veru vitundarinnar til grundvallar og er ekki augljóslega jafnmikil einsýni í því og hinu að leggja hlutveruna til grund- vallar? Hvers vegna ætla sér að skýra mótun vísinda og þekkingar eingöngu á grundvelli hugmyndarinnar um vitund- ina sem frelsi? Er ekki þekking okkar þekking á hlutveruleikanum og mótast hún þá ekki af því hvernig hlutveru- leikinn sjálfur er gerður? Blasir ekki við að það er rangt að ætla sér að skýra vísindi okkar og þekkingu annaðhvort á grundvelli hugmyndar okkar um vitundina eða hugmyndarinnar um hlutveruna? Og gildir ekki það sama um merkingu tilverunnar og allan raunveru- leika að þau verða ekki skýrð nema við gefum okkur hvort tveggja hlut- veruleikann og vitundina? Ef þetta er rétt, þá getum við bersýni- lega hvorki skýrt hlutveruleikann út frá vitundinni né vitundina út frá hlutveru- leikanum. Hlutveruleiki og vitund eru einungis skiljanleg hvort með tilliti til annars og skilningurinn á þeim er því ávallt afstæður. Hin sameiginlega villa þeirra Brynjólfs og Sartres er að rjúfa þetta afstæði: Annar lítur á hlutveru- leikann sem algildan, hinn lítur á vitundina sem algilda. Ef við lítum á hinn bóginn svo á að hlutveruleiki og vitund séu einungis skiljanleg hvort af öðru — og viðurkenn- um þá hvorki altækan veruleika óháðan vitundinni né veruleika alfrjálsrar vit- undar — þá blasir við að raunveru- leikinn, sem okkur er skiljanlegur, er ævinlega fólginn í gagnkvæmum tengsl- um þessara tveggja veruhátta: Að hann er hvorki lögbundin heild óháð vitundinni né eingöngu heimur vitundar sem ákvarðar merkingu alls. En ef þessi kenning mín er rétt þá skiljum við líka hvers vegna sumir reyna að skýra raun- veruleikann eingöngu með því að lýsa því hvernig heimurinn birtist vitundinni (Sartre) eða eingöngu með því að lýsa því hvernig vitundin á sér stað innan hlutverulegrar heildar (Brynjólfur). Og þá skiljum við líka hvers vegna hvor tilraunin um sig hlýtur að lenda í ógöng- um — að lokum. Páll Skúlason. HVER VAR SVERRIR? Það er skaði að Sverri Kristjánssyni skyldi ekki gefast tóm til að steypa sam- an í litla bók athugunum sínum á stjórn- málastarfi Jóns Sigurðssonar og pólit- ísku umhverfi hans. Efnið átti hann svo- til allt í þeim greinum sem eru megin- uppistaðan í því fyrsta bindi Ritsafns hans sem Mál og menning sendi frá sér á síðasta ári. Aðeins hefði þurft að steypa greinunum saman, klippa út endunekn- ingar og tengja efnisatriði upp á nýtt. En 602
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.