Tímarit Máls og menningar - 01.11.1982, Blaðsíða 115
líkum lætur kemur líka betur í ljós hvert
höfundur stefnir. Þannig bætir „Róbin-
son“ t. d. heilmiklu við þá mynd sem
„Sendisveinninn" dregur upp af veruleika
og sjónarmiðum þeirrar kynslóðar sem
nú er á þrítugsaldrinum og heldur eldri.
Kynslóðar sem man bæði ris og hnig
byltingar- og frelsisöldunnar sem fór um
Vesturlönd og víðar fyrir og eftir 1970
og sem hefur líka alist upp á tímum
sívaxandi neysluáróðurs og hlutgerving-
ar. Að hinu leytinu eru bækurnar um
margt ólíkar, bæði að efni og þó kann-
ski enn fremur að efnistökum. Yrkisefn-
in í „Róbinson" eru sundurleitari. Bókin
skiptist í 3 kafla. Sá fyrsti er fjölbreyti-
legastur og sver sig mest í ætt við „Sendi-
sveininn“. Hinir tveir leggja svo einkum
til þá viðbót sem um var rætt. Annar
þeirra er einungis eitt langt ljóð, líklega
með hressilegri ögrunum síðustu ára í
íslenskum bókmenntum. Hinn er síð-
búinn „fyrsti hluti í sögu“ kynslóðar
skáldsins. Sá er hörkugott flassbakk
fyrir hvern þann sem þar kannast eitt-
hvað við sig (gefur Punktinum ekkert
eftir í því efni) og algjört bingó hjá þeim
sem þekkja til inn við Sundin, muna
ræður ónefnds skólastjóra, príl í ryðg-
uðum Islendingi í fjörunni og vita
hvað er að fara útí Teit. Tónninn er í
senn tregablandinn og brattur og
skáldinu tekst ágætlega að sýna í gegn-
um litla veröld sem var allt þar til í gær
eða fyrradag. Það er ný reynsla að eiga
hlut í endurminningabók:
og forvitnin
prísuð í öllum kennslubókum fyrir
byrjendur
leitaði ekki á mig fyrr en mér var
sagt
að vera ekki með nefið niðr’ í öllu
þögnin er gull sagði skólastjórinn
Umsagnir um bœkur
vangadansinn vopn djöfulsins
sá sem talar mun steyptur
úr fánýtu járngrýti orða . . .
(42)
I „Sendisveininum“ eru aftur á móti
engin eiginleg kaflaskil. Bókin telur 17
sjálfstæð ljóð en efnislega skyld. Flokk-
un þeirra er e. t. v. varhugaverð. Þó
held ég að með nokkrum rétti megi
segja að rúmlega þriðjungur bókarinnar
fjalli um margumrædda kynslóð þrít-
ugs- og hálffertugsaldursins. Hún er
hér vaxin úr grasi, hætt að „smíða mör-
gæsir", orðin róttæka ’68 kynslóðin sem
ætlaði að gera byltingu og betri heim en
er búin að „tapa öllum sínum sigrum".
Vonleysi og aðgerðaleysi eru tekin við:
byltingin er á bömmer
og frelsið er bara flipp
(12)
Annar þriðjungur bókarinnar snýst
um fremur óskýran hóp miðaldra fólks,
hinn þögla meirihluta athafnaleysis,
fólk sem orðið hefur neysluáróðri að
bráð og sætt sig við hlutskipti sitt með
hrikalegum afleiðingum:
svo stressandi að slappa af
með teppalagt hamingjubros
sparimerkjafjölskyldunnar
í fanginu
(19)
Ljóðin í „Róbinson" styrkja þessa hug-
mynd að skiptingu „Sendisveinsins“.
Önnur ljóð bókarinnar falla ekki
jafnljúflega í flokka en tengjast hinum á
ýmsan hátt.
Vandinn aö gera upp
Áðurnefnd uppgjör og gagnrýni Einars
TMM VIII
609