Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 8
Tímarit Máls og mcnningar sælt líf lætur liann skína í ofstjórnarhneigðir, sem svo algengar eru hjá þeim sem smíða fyrirmyndarþjóðfélög í huganum. Hann gerir ráð fyrir þræla- haldi, meðal annars sem refsingu fyrir hjúskaparbrot, feðraveldi ströngu, takmörkun ferðafrelsis. Margt af ávirðingum Utópíu hans er reyndar tengt þeirri augljósu staðreynd, að hver bók þessarar gerðar er barn síns tíma. Til dæmis að taka telja hinir göfugu Utópíumenn Mores það sjálfsagt að nota það gull sem ekki er haft í hlandkoppa til að leigja sér hermenn til stríðsrekstrar og etja óvinum hverjum gegn öðrum. Þeir hika heldur ekki við að leggja undir sig lönd og stofna þar nýlendur ef einhver þjóð er svo „óskynsöm“ að nýta ekki land til ábata. Utópía er semsagt öðrum þræði réttlæting á heimsveldisbrölti Englendinga á dögum Hinriks áttunda (sem síðar lét hálshöggva Thomas More fyrir tryggð hans við páfann í Róm). Staðleysan er líka jarðskjálftamælir á andlegar og pólitískar hræringar tímans, lýsir ekki síst ótta við það sem er að gerast í raun og veru. I bók Thomasar More er um að ræða upphaf iðnvæðingar, vöxt borga, yfirgang landeigenda sem láta arðvænlegt sauðfé éta búalið út á vergang, stafar þar af siðferðileg óáran, glæpafaraldur og harðir refsidómar, eins og tíundað er í fyrri hluta bókarinnar. Sú staðleysa sem gefur öðrum nafn er því í eðli sínu viðbrögð við ýmsum herfilegum afleiðingum kapítalismans á æskuskeiði hans, og kannski ekki áætlun um framtíð, heldur gagnrýninn leikur að öðrum möguleikum í samfélaginu (ósk fremur en von, eins og áður segir). Leikur sem tengist við fegraða mynd fortíðarinnar. Utópía er ekki nærri alltaf framtíðarspá, heldur reist á viðbrögðum þeirra sem trúa á eldra jafnvægi, fornar dyggðir handverks og smábúskapar, þegar þeir standa andspænis örum þjóðfélagslegum breytingum, sem eru þeim fjandsamlegar og lítt skiljanlegar. Utópía átti sér mörg fordæmi áður. Thomas More var sjálfur nákunnugur kenningum Platóns um stéttskipt sameignarríki sem reist væri á réttu heimspekilegu uppeldi. Margir aðrir textar koma við sögu þessarar greinar, Paradís Biblíunnar, ævintýrasagnir um undralönd úti í veraldarsjónum, vitranir trúarhöfðingja og skálda um dýrð himneskrar borgar. Bók Mores markar hinsvegar tímamót að því leyti, að staðleysa hans er samfélag sem stendur á eigin fótum ef svo mætti segja, þarf ekki á guðdómlegri íhlutun að halda né heldur furðum ævintýrsins. Margir urðu til að feta í fótspor Thomasar More og hér er ekki úr vegi að nefna „Sólborgina“, La Cittá del Sole, eftir Campanella, rit frá upphafi sautjándu aldar. Þar reisir þessi marghrjáði ítalski munkur ríki visku og sameignar undir klerklegri forystu austur á Ceylon. Þar er sælan full, þar er líka ofstjórn á kynlífi — prestastjórnin þar velur fólk saman til undaneldis og börnin eru svo alin upp án afskipta foreldra. Og þar er einnig að finna 238
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.