Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 50
Tímarit Máls og menningar þekkingar sem við höfum yfir að ráða, því þeir sem afla þekkingar eru ekki bara í fullum rétti til þess að hlutast til um hagnýtingu hennar heldur ber þeim skylda til þess. Við þekkjum þegar sum verstu dæmin um misbeitingu þekkingar og get- um þess vegna stundum greint sjúkdómseinkenni á fyrstu stigum rann- sóknar. „Sjúklegur“ á hér við rannsókn í mannfjandsamlegum tilgangi, svo sem til að eyða lífi, eitra umhverfið eða heilaþvo fólk. Auðvitað er siðlaust að taka þátt í slíkri rannsókn með fullri vitund um markmið hennar. Það er rétt að hagnýtur tilgangur tiltekinnar rannsóknar kann að vera óþekktur eða óviðkomandi því hvernig niðurstöður verða notaðar seinna. En í öðrum tilvikum vita menn vel, eða gætu vel vitað, hver hann er, og þá er það siðferðileg skylda fræðimannsins að leggja niður vinnu. Ef hann vill vera siðferðilega heill og forðast fræðilegan saurlifnað þá hlýtur hann að hafna þátttöku í samsæri þar sem glæpir gegn mannkyni eru vísindalega skipu- lagðir, mannréttindi eru fótum troðin, og vonir manna um frelsi og þroska eru skipulega lagðar í rúst. Það eru ýmsar leiðir til þess að neita að nota þekkingu sína og hæfileika í þessu skyni; allt frá fordæmi uppreisnarmanns- ins sem fylgir ráði Goethes: „Hunsaðu valdið, haggastu ekki, sýndu styrk þinn,“ til óvirkara andófs þess sem fylgir Fræðimanni Brechts: „Þjónaðu ekki ráðandi öflum en berðu samt ekki fram hávær mótmæli. Ég get ekki látið brjóta mig á bak aftur, ég verð að lifa af hin ráðandi öfl.“ Það er meira en mál til komið að vísindamenn hugsi skipulega um það hvernig þeir ætla að neita að misnota þekkingu sína, en um leið verða þeir að gerbreyta samtökum sínum. Hingað til hafa þessi samtök annaðhvort verið fræðileg og stuðlað að útbreiðslu þekkingar eða þau hafa verið hagsmuna- samtök líkt og verkalýðsfélög. Nú á dögum ber brýna nauðsyn til að bindast samtökum í baráttunni gegn misnotkun (og sóun) vísindalegrar þekkingar, og þar eð þessi misnotkun nær til heimsins alls verður einungis hægt að ná árangri með alþjóðasamtökum fræðimanna. Eflaust er einnig þörf á slíkum samtökum í þeim tilgangi að verja fræðimenn sem eru ofsóttir vegna siðaskoðana sinna, sérstaklega fyrir glæpi eins og að gagnrýna kerfið, bjóða opinberri hugmyndafræði byrginn, fletta ofan af stofnunum og náðarforingjum eða kunngera staðreyndir, sem fólk á rétt á að þekkja, um það hvernig pólitísk, efnahagsleg og hernaðarleg öfl móta líf þess. Auðvitað getur siðferðisstyrkur einstaklingsins aldrei oltið á tilvist og áhrifamætti einhverra samtaka. En samtök geta virkjað almenningsálitið og þau sýna víðtæka samábyrgð. Það er gott að vita að maður er ekki einn. Siðferðisreglur eru í eðli sínu félagslegar en ákvörðunin að breyta í samræmi við þær og taka áhættuna sem því fylgir er einstaklingsbundin og sjálfráð. 280
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.