Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar afrískum þrælum. Afríka er Kúbumönnum nákomin og hjartfólgin, þaðan hafa þeir rytmann og kuklið og frelsisþrána. Strokuþrælar eru þeirra útilegumenn og fara af þeim miklar sögur og hetjulegar. Frægastur þeirra er án efa Esteban Montejo, sem var 105 ára þegar kúbanski rithöfundurinn og mannfræðingurinn Miguel Barnet skráði ævisögu hans árið 1963 og gaf út á bók sem þýdd hefur verið á mörg tungumál, „E1 Cimarrón" (Strokuþræll- inn) heitir bókin og er gagnmerk lesning. Þrælahald var ekki afnumið á Kúbu fyrren uppúr 1878, eftir tíu ára blóðugt frelsisstríð. Spánverjar réðu yfir Kúbu í fjórar aldir og á þeim tíma var kaþólska kirkjan voldug í landinu. Frá Afríku komu önnur trúarbrögð: „Yoruba“ eða „Santería", „Conga-reglan“, „Abakuá“ og fleiri. Sagan segir að Spán- verjum hafi gengið illa að kristna þræla sína þar til þeir duttu niður á þá ágætu lausn að leyfa þeim að dýrka sín heiðnu goð með því skilyrði að þeir nefndu þau nöfnum kaþólskra dýrlinga. Þannig varð Babalú að heilögum Lasarusi og Shango að heilagri Barböru. Þessi trúarbrögð eru náskyld því sem á Haiti er kallað voodoo og margir kannast við. Rétt fyrir aldamótin síðustu misstu Spánverjar Kúbu í hendurnar á Bandaríkjamönnum og eftir það má segja að áhrif hinnar kaþólsku kirkju hafi farið minnkandi en í staðinn óx vegur ýmissa sértrúarflokka, ættaðra frá Bandaríkjunum: baptista, meþódista, aðventista, kvekara, votta Jehóva og hvað þeir nú heita. Margir halda því fram að kaþólska kirkjan hafi fyrst og fremst verið kirkja yfirstéttarinnar á Kúbu og víst er að ítök hennar eru ekki sterk meðal almennings þar núna, þótt enn séu starfræktir prestaskólar, klaustur og kirkjur. Afrísku trúarbrögðin og sumir sértrúarsöfnuðirnir virðast ætla að verða lífseigari meðal fólksins. I kúbönsku stjórnarskránni frá 1976 er skýrt tekið fram að hver maður megi iðka þau trúarbrögð sem honum sýnist, eða engin ef honum sýnist svo. Tónlistin á Kúbu hefur í stórum dráttum þróast á svipaðan hátt og trúarbrögðin: áhrifin komu aðallega úr tveimur áttum, runnu saman og úr varð fjölskrúðug og frumleg blanda. Fróðir menn segja að Kúba sé eitthvert merkilegasta músikland í heimi og um kúbanska tónlist hafa verið samdar margar bækur. Það sem er þó merkilegast við þessa tónlist er að hún lifir meðal fólksins og er því jafneðlileg og nauðsynleg og lífsandinn sjálfur. Allt verður Kúbumönnum að músik og dansi. Rúmban er lífsform, og þeir sem skara fram úr á því sviði njóta ómældrar hylli meðan þeir lifa og verða að goðsagnapersónum þegar þeir deyja. A hverju sumri eru haldin karnivöl um alla Kúbu. Skrautlegust eru þau í Havana og Santiago de Cuba, en varla finnst smábær svo aumur að hann hafi ekki sitt karnival. Þá ríkir gleðin á strætunum. Stórir, skreyttir vagnar eru dregnir af dráttarvélum eða bílum (áður af hestum) og uppi á þeim tróna hljóðfæraleikarar og dansarar í 290
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.