Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Side 72
Tímarit Máls og menningar Ska-tónlistin þróaðist í kringum 1966 í það sem kallað var „rock steady“. I „rock steady“ voru yfirleitt notuð blásturshljóðfæri í bakgrunninum, rafmagnsbassinn fékk aukna þýðingu og meira bar á einsöng en verið hafði í ska-tónlistinni. „Rock steady“ hafði líka þyngri takt en ska-tónlistin og komu þar til áhrif frá bandarískri soul-tónlist. Arið 1968 gaf hljómsveitin The Maytals út lag sem hét „Do the Reggay“. Þaðan er komið nafnið á þeirri tónlistarstefnu sem fyrst og fremst hefur gert garðinn frægan hjá Jamaíkabúum sl. áratug. Dæmigert reggí er unnið út frá tveimur aðalhljómum, bassinn hafður framarlega í hljóðblönduninni og trommur og slagverk hafa stóru hlutverki að gegna. Venjulega er einn aðal- söngvari, nokkrar bakraddir mynda raddaðan kór en rafmagnsorgel n. k. kontrapúnkt til viðbótar. Sjálfur grunntakturinn er hægur en allt annað virðist vera á fleygiferð. Fullkomnari upptökutækni var nú farið að beita á sérstakan hátt. Orðið „dub“ er notað um það þegar hljóðum er breytt með aðstoð tækjabúnaðar- ins og hefur það skapað sérstæða hefð innan reggítónlistarinnar. Seint á 7. áratugnum fengu söngtextarnir nýtt inntak. Félagsleg viðfangsefni skjóta upp kollinum, fjallað er um misrétti og fátækt. Textarnir fara að endur- spegla þann heim sem flytjendurnir hrærast í, fátækrahverfin í Kingston. En umfram allt tekur að gæta þeirra trúarhugmynda sem farið höfðu eins og eldur um sinu á Jamaíka um nokkurt skeið, rastafari-trúarinnar. Aftur til Afríku Ffin einkennilegu rastafari-trúarbrögð eiga upptök sín í kenningum Jamaíkubúans Marcus Garveys frá öðrum og þriðja áratugi þessarar aldar. Hann benti á að evrópsk nýlendustefna hefði sundrað Afríkubúum og dreift þeim víðs vegar um heiminn. Eftir að svertingjarnir voru numdir á brott frá ættjörð sinni hefðu þeir ekki haft tækifæri til að nýta hæfileika sína í andlegum og menningarlegum skilningi. Svertingjar hefðu ekki einungis verið neyddir til að láta hvíta manninum vinnuafl sitt í té heldur hefði sjálfsvitund þeirra einnig beðið hnekki. Þeir hefðu týnt niður stolti og sjálfsvirðingu. Þessa sjálfsvirðingu átti að endurheimta með því að snúa algjörlega baki við heimi hvítra og snúa aftur til Afríku. Garvey sagði: „Við munum skipuleggja þær 400 milljónir svertingja sem nú eru dreifðar um heiminn í gríðarstóra hreyfingu sem reisa mun fána frelsisins á hinni stóru heimsálfu, Afríku. . . . Ef Evrópa er fyrir Evrópubúa þá er Afríka fyrir þeldökkar þjóðir jarðar.“ Ti! að hrinda þessu ætiunarverki í framkvæmd stofnaði Garvey sérstök samtök, The Universal Negroes Improvement Association, sem hann starf- 302
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.