Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Síða 108
Maður orðanna
Viðtalið við Yashar Kemal sem hér fer á eftir, birtist í franska bókmenntatímaritinu
Magazine littéraire í desember 1982. Það tók Antoine de Gaudemar. Hér er það ögn
stytt.
Yashar Kemal, öfugt við marga samtíðarhöfunda sem skrifa helst um
útlegðina, ert þú í nánum tengslum við xttjörö þína.
Já, og ég þori jafnvel að segja að ef ég hefði fæðst annars staðar, hefði ég
örugglega ekki orðið rithöfundur. Silisíu héraðið í Suður-Tyrklandi, þar
sem ég fæddist, er mjög sérstakt hérað, þar er töluð hreinni tyrkneska en
annars staðar og það er eina héraðið þar sem sagnamannahefðin hefur varð-
veist. Fæðingarþorp mitt, Hemite, er gamalt tjaldsvæði hirðingja af þjóð-
flokki turkmena sem nýlega höfðu tekið sér bólfestu. Það var furðulegt
þorp, í bernsku var mér vaggað í frásögnum sagnamanna og í öllum nær-
liggjandi þorpum var margþætt og mikið menningarlíf.
Hvað gerist í huga og hjarta lítils drengs sem vex upp í þessu andrúms-
loftif
Ellefu ára gamall kunni ég um hundrað sagnir eða „sagnasöngva". Al-
þýðuhefðin á sér tvö mikil skáld: Karacaoglan, lýrískt skáld frá 17. öld og
Dadaloglu, skáld uppreisnarinnar á 19. öld. En flestar sagnirnar voru
eiginlega ljóðsögur. Sú frægasta hét Sonur hlinda mannsins. Það er saga um
konung sem biður yfirhestasveininn að koma með besta hestinn sinn.
Hestasveinninn færir honum algera bikkju: „Þú gerir gys að mér“, þrumar
kóngurinn, „stingið úr honum augun!“ Og hestasveinninn, blindur upp frá
þessu, er rekinn úr höllinni. Hann fer með hestinn og gefur hann syni sínum
með þessum orðum: „Þessi hestur er kraftaverkaskepna." Og sonur blind-
ingjans berst á fáki þessum við alla kónga heims og verður að alþýðuhetju.
Hesturinn er ódauðlegur. Og enn þann dag í dag eru hvítir hestar seldir á
markaðnum í Alep. Þeim fylgir frjósemi . . . Það tók fjörutíu daga að segja
þessa sögu sem ég endursegi í örfáum orðum. Hún var gerð úr sagnakeðju í
fjörutíu hlutum, en bestu sagnamennirnir kunnu ekki lengur nema um það
bil tuttugu. Hinir hlekkirnir höfðu týnst á leiðinni. Auk þessara söguljóða
voru til útfararsöngvar. Konurnar sáu um þá. Þegar karlmaður dó undir
óvenjulegum kringumstæðum, söng hópur grátkvenna lofkvæði um hinn
338