Tímarit Máls og menningar - 01.06.1984, Blaðsíða 111
Madur ordanna
samfélaginu. Hinar ævafornu goðsagnir höfðu stærra hlutverki að gegna í
mótun félagslegrar vitundar fólksins.
Snúum okkur að fyrstu bókyðar, Mehmet. Hvernigfenguð þér hugmynd-
ina að henni?
Þegar ég var almenningsskrifari, hitti ég yfirstéttarmann sem hafði gerst
útilegumaður. Hann var kominn af ríkri landeigendafjölskyldu, þeim sem
kallaðir eru agar. Þetta var merkur lögmaður sem trúði á lög soldánatímans
en var orðinn mikill ræningi. Hann kunni grísku, frönsku og ensku og það
var hann sem fyrstur talaði við mig um heimspeki, og meðal annars um Karl
nokkurn Marx. Remzi Bey, en það hét hann, sagði mér líka söguna merku
af stigamönnum í tyrkneskum sveitum. Fundur minn og Remzi Bey varð
mér sem opinberun. Móðurbróðir minn hafði verið dáður og virtur stiga-
maður; ég átti annan ættingja sem hafði verið drepinn í fjöllunum og sjálfur
hafði ég — þótt ég hefði ekki verið raunverulegur stigamaður — verið
hundeltur síðustu fimm árin, órétti beittur, hræddur og í uppreisn. Þannig
urðu ritstörfin fyrir mér strax nátengd uppreisninni og ég ákvað að skrifa
sögu uppreisnarmanns. Allt efnið sem ég viðaði að mér snerist um uppreisn,
og sú viðleitni náði enn lengra í annarri bók minni, Haukurinn Mehmet. Eg
álít að tilhneiging mannsins til uppreisnar sé ríkur þáttur í eðli hans. Það
sem ég vildi koma til skila voru allir þessir augljósu eða óljósu kraftar sem
neyða manninn til að rísa upp, velja uppreisnina, og það jafnvel þó hann geti
einskis af henni vænst. Hvaða hagnað hafði ég til dæmis af þessum langa
eltingaleik? Vera stöðugt í felum, láta taka mig fastan, berja mig, auð-
mýkja . . . Jafnvel á stjórnmálasviðinu hafði ég enga von. En undir sumum
kringumstæðum er maðurinn nauðbeygður til að rísa upp. Vegna eigin
reynslu uppgötvaði ég aftur það sem skapaði kraftinn, sjálfan kjarnann í
munnmælasögunum: uppreisn alþýðu sem tákn um virðingu mannsins fyrir
sjálfum sér. Vegna þessa var svo vel tekið á móti Mehmet mjóa, því að sú
bók endurnýjaði munnmælasöguhefðina um leið og hún notfærði sér hana.
Þér hafið skapað söguhetju sem þúsundir tyrkneskra bcenda hafa gert að
sinni, þeir sverja að þeir hafi þekkt eða heyrt talað um Mehmet mjóa. Hvar
er raunveruleikinn og hvar er skáldskapurinn ?
Ég hef aldrei viljað stæla lífið sjálft. Tilveran er ekki annað en endalaus
sköpun, stöðug endurnýjun: á sérhverri sekúndu sem líður er einu tré, þús-
undum skordýra og fiðrilda fleira, og nokkrum gráðum heitara á Tjúkú-
róvasléttunni. I bókum mínum reyni ég að sýna fram á þessa sífelldu endur-
nýjun. Tökum dæmi: ég ætla að lýsa ferskjutrjáalundi. Nú, ég reyni að sjá líf
lundarins frá öllum hliðum: hvernig fyrsta blómið birtist, hvernig fiðrildin
ná sér í næringu, hvernig sólin hellir sér yfir trén, hvernig vatnið seytlar um
þau, hvernig bændurnir sem sjá um trén búa og svo framvegis. Ég er á móti
341