Tímarit Máls og menningar - 01.09.1984, Qupperneq 75
Bardttan um raunsteib
framandleg í augum flestra lesenda við fyrstu sýn og raun ber vitni, ef þeir
þekktu í þeim hið alkunna „yfirborð" veruleikans.
Þess má geta að þegar Lukács gefur út bók sína Wider den mijiver-
standenen Realismus tuttugu árum síðar er hann í flestu tilliti við sama
heygarðshorn, nema nú fjallar hann um módernismann í víðara samhengi og
notar Franz Kafka sem sérstakt dæmi um einkenni hans. Jafnframt biður
Lukács lesendur sína að samþykkja Thomas Mann sem höfund er tekið hafi
upp raunsæismerki Balzacs og Goethe og borið það með reisn á okkar
tímum. Og beint er til lesenda þessari dramatísku spurningu: „Franz Kafka
oder Thomas Mann?“ Sjaldan hefur umrædd tvíhyggja verið dregin skarpari
línum og sjaldan hefur módernisminn verið málaður dekkri litum.
I ritgerð sinni segir Ernst Bloch að kenningar Lukács byggi á „lokuðum,
samhangandi veruleika . . . óslitinni heild,“ og bendir á rætur þeirra í
gömlum „ídealískum“ hugmyndakerfum eins og klassísisma. Sé veruleikinn
svona, segir Bloch, þá eru allar tilraunir expressjónista, montage-tæknin og
öll viðleitni til að raska málbyggingu og hefðbundnum formgerðum,
„innantómur leikur". I raun á sér stað þekkingarfræðilegur árekstur milli
þessara tveggja fræðimanna; í stað „hlutlægs veruleika“ ræðir Bloch um
„reynsluveruleika“ (,,Erlebniswirklichkeit“), og tekur m. a. fram að ef til
vill felist „hinn raunverulegi veruleiki einnig í truflun."9
Skömmu eftir að deilunni lauk skiptust Lukács og þýska skáldkonan
Anna Seghers á bréfum um ágreiningsefnið og birtust þau á prenti 1939.
Seghers lætur m. a. í ljós þá skoðun sína að „raunsæi“ eigi að merkja „vit-
undarvakning um raunveruleikann."10 Orð hennar og Blochs beina okkur
að kenningum Brechts um framandgervingu. Sem kunnugt er áleit Brecht að
til þess að vekja mann til vitundar um félagslegan veruleika hans þyrfti að
trufla veruleikann; í stað þess að láta viðtakandann lifa þennan veruleika í
nægilega kunnugri mynd skáldverksins, yrði að skekkja eða „afskræma"
myndina nógu mikið til að viðtakandinn virti hana (og sjálfan sig) fyrir sér
úr meðvitaðri og gagnrýninni fjarlægð (ekki samt til að sitja undir þessum
ósköpum kaldur eins og steingervingur, eins og sumir halda sem illa þekkja
til Brechts). Hann var því mjög á öndverðum meiði við Lukács sem taldi að
skáldverk yrði að fela í sér listræna lífslýsingu sem hægt væri „að lifa upp á
nýtt“.n Brecht taldi að slíkt biði upp á óvirka „neyslu“, og vildi þess í stað
leggja áherslu á „framleiðsluna“; eins og margir aðrir módernistar vill
Brecht gera viðtakanda meðvitaðan um að hann „semur“ sjálfur hluta verks-
ins, fyllir út í það, ef svo má að orði komast. Verkið einkennist þá af trufl-
andi (framandgerandi) „götum" og raunsæi þess felst í innsæinu sem þau
veita okkur í þann veruleika sem við annars teljum sjálfgefinn. Að sjálf-
sögðu eru markmið Brechts pólitískari en flestra annarra módernista, því
425