Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Qupperneq 9
Silja Aðalsteinsdóttir
Andlit í djúpinu, brosandi
Viðtal við Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáld
Vilborg Dagbjartsdóttir hefur lengi verið meðal þekktustu og vinsælustu
ljóðskálda hér á landi, en hún hefur verið víðkunn fyrir svo margt annað
líka að stundum er eins og hún sé ekki einhöm. Hún hefur verið einstak-
lega farsæll kennari við Austurbæjarskólann í rúma þrjá áratugi. Hún er
róttæk í stjórnmálum, starfaði dyggilega í félagsskap kommúnista frá unga
aldri og var í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn og Fylkinguna. Hún leiddi
nýja jafnréttisbaráttu í upphafi áttunda áratugarins undir merkjum rauðra
sokka. Hún er einhver besti upplesari sem við eigum, bæði á ljóð og
óbundið mál, og kemur oft fram á samkomum og les í útvarp. Svo dæmi sé
nefnt er mörgum minnisstætt þegar hún las Börn eru besta fólk eftir Stefán
Jónsson í Morgunstund barnanna.
Vilborg er Austfirðingur, fædd á Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1930.
Móðir hennar hét Erlendína Jónsdóttir, dóttir Jóns Þorleifssonar og Guð-
ríðar Pálsdóttur í Efra Skálateigi í Norðfirði. Faðir hennar hét Dagbjartur
Guðmundsson, fæddur á Vestdalseyrinni. Foreldrar hans, Guðmundur
Einarsson og Oddný Olafsdóttir á Hjalla, komu frá Vestmannaeyjum en
voru ættuð undan Eyjafjöllum.
Sautján ára fór Vilborg til Reykjavíkur, settist í Kennaraskólann og lauk
prófi þaðan 1952. Hún var líka í leiklistarskóla; þaðan hefur hún sjálfs-
traustið við að túlka texta á sinn sérstæða hátt í upplestri.
Vilborg er gift Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi og kvikmyndagerðar-
manni. Hún á tvo syni, Egil og Þorgeir Elís.
Ekki þarf lengi að lesa ljóð Vilborgar til að sjá að þar taka börn og
bernskuár mikið rúm, bæði hennar eigin bernska, eigin börn og börn ann-
arra. Vilborg hefur líka skrifað sögur handa börnum og fyrsta bókin henn-
ar var barnabók: Alli Nalli og tunglið sem kom út 1959 (endurútgefin
1976). Aðrar barnabækur hennar eru Sögur af Alla Nalla (1965), Sagan af
Labba pabbakút (1971), Tvær sögur um tunglið (1981, þar er þriðja útgáfa af
Alla Nalla og tunglinu), Sögusteinn (1983) og Bogga á Hjalla (1984). Auk
þess ritstýrði Vilborg barnablaði Þjóðviljans, Óskastundinni og Komp-
unni, og hefur birt smásögur handa börnum í blöðum og tímaritum.
407