Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 11
Andlit í djúpinu, brosandi
Útsýn ofan af Hjallanum yfir Vestdalseyrina ogfjöllin handan fjarðarins, Strandar-
tind, Hánef og Flanna, árið sem Vilborg faddist. Á eyraroddinum er Gránubryggj-
an og við hana standa verslunarhús Gránufélagsins í þyrpingu. Innan við þau er
Tjömin með börnum að leik. Meðfram henni er Eyrarvegurinn og húsin í röð ofan
við hann, talin frá h<egri: Pálshús, Rósuhús, skólinn, samkomuhúsið og nokkru utar
Guðnahús. í efri röðinni sjást aðeins Pétursborg og Bergþórshús. Utan við Bergþórs-
hús komu Kirkjuhvolshúsin tvö, uppi á Hjallanum Hjalli og Ytri Hjalli og þar fyrir
ofan Foss. Anna C. Leplar teiknaði eftir Ijósmynd Eyjólfs Jónssonar.
hliðinu en framhaldið var troðningur inn túnið. Vilborg þekkir hvert hús á
myndinni, sögu þess og íbúanna. Við gleymum okkur lengi yfir þeim.
„Uppi í brekkunni var líka bærinn Foss. Þar bjó Magnús, faðir Guð-
brandar og móðir hans, Hallfríður Brandsdóttir, ljósmóðir á Seyðisfirði í
fimmtíu ár og tók á móti mér. Það fólk kom úr Skaftafellssýslu og settist að
á Vestdalseyrinni, Magnús á Fossi og Jón í Rósuhúsi bróðir hans, faðir
Vilmundar landlæknis. Guðrún móðir Vilmundar bjó þar lengi ekkja, en
þeir komu báðir, Brandur og Vilmundur, til að heimsækja mæður sínar,
komu þá í hvert hús. Þeir sendu líka blöð á Vestdalseyrina sem voru lánuð
milli húsa. Fólk fylgdist vel með því sem var að gerast. Börn Vilmundar
og Brands voru í sumardvöl hjá ömmum sínum, Þórhallur Vilmundarson
409