Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 13
Andlit í djúpinu, brosandi var til frálags. Þarna var hvorki rafmagn né vatn í húsum. Vatnið var sótt í brunna. Það voru mjög góðir brunnar á Vestdalseyri. Djúpir brunnar, hlaðnir. Pabbi steypti lítinn brunn og leiddi eina pípu inn í bæ, en það var ofanjarð- arvatn í honum og hann þornaði á sumrin. Þá sóttum við vatn í aðra brunna. Sem krakki lærði maður nokkuð snemma að fara með skjólu og sækja vatn, en þetta var erfitt verk og gusaðist oft úr skjólunni. Eldri krakkarnir og fullorðnir notuðu vatnstré og tvær skjólur. Það var gott land á Vestdalseyri og þar var upphaf heimsins. Þarna hétu hlutirnir hinum upprunalegu nöfnum, þeir hétu Eyrin, Lónið, Tjörnin, Gilið, Dalurinn. Það er svolítið sérstakt að eiga þennan heim og þessar minningar frá stað þar sem hlutirnir voru kallaðir sínum frumnöfnum. Þetta var heimurinn. Seyðisfjörðurinn er mikill fjörður og þarna er mjög djúpt, fjöllin eru svo há að fjörðurinn lokast alveg. En af Vestdalseyri sér um allan fjörð, maður sér út í fjarðarmynni, alveg út í op. Og þar sá maður stundum skip sigla fyrir. Það var svo ævintýralegt. Eða skýjabakkana sem mynduðu eins og hallir við sjóndeildarhringinn. En sólin kom aldrei upp úr hafinu, hún kom yfir fjallið og fór bak við fjallið. Þarna eru sólarlausir dagar. Sólin hverfur snemma vetrar og kemur ekki aftur fyrr en í febrúar. Fyrsta febrúar skein hún á Foss sem var næsta hús fyrir ofan Hjalla í hlíðinni og daginn eftir, á sjálfa Kyndilmessu, skein hún á húsið okkar í nákvæmlega tvær mínútur. Og við biðum eftir henni ef léttskýjað var, stóðum öll á tröppunum og sólin skein á okkur í tvær mín- útur. Þetta var mikil helgistund. Svo var sólarkaffi, venjulega bakaðar lummur. Sæunn systir mín sem var fimm árum eldri en ég, afskaplega skemmtileg og dugleg stelpa, hún stikaði einu sinni leiðina upp að Fossi til að athuga hvað hænufetið væri mörg skref, því það er sagt að dagurinn lengist um eitt hænufet og þetta var það! Þó að talsverð leið væri á milli kölluðum við hana alltaf hænufetið." Tómlegt varð á eyrinni Á Vestdalseyri er engin byggð núna? „Nei, og þarna var allt jafnað við jörðu í einhvers konar hreinlætisæði sem greip Seyðfirðinga. Það mátti ekkert standa eftir og þarna er ekkert. Engin verðmæti hafa verið varðveitt. Ekkert. Og það hafa verið settir hlemmar yfir brunnana. Þeir voru lengi óvarðir, þessir miklu og fallegu brunnar. Til dæmis stóri Hvolsbrunnurinn sem var djúpur brunnur, eig- inlega á miðri eyrinni, steinhlaðinn og byggt yfir hann og stór brunnsveif. Þarna söfnuðumst við alltaf saman, krakkarnir, á haustkvöldum þegar farið 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.