Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 15
Andlit í djúpinu, brosandi Sæunn systir mín gat gert svo margt en ég gerði mér ekki grein fyrir aldurs- muninum og fannst ég vera ómyndarleg og vitlaus og geta ekkert. Sæunn hafði saumað úr lasting buxur á Sighvat. Og ég sat við eldinn og það var hlýtt og það var vetur og ég var svo ánægð þar sem ég sat og horfði í log- ann í maskínunni og hélt á Sighvati. Og þá kom vísa fram í hugann. Eg man hana enn. Hún var náttúrlega á allan hátt illa gerð, ekkert lík því sem Kristján og Jónas gerðu á sama aldri. En hún var svona: Bráðum koma blessuð jólin. Jörðin fer í hvíta kjólinn. Uppi á himni stjörnur ljóma. Börnin dansa og söngvar hljóma. Vísan bara kom, ég vissi ekki hvaðan en það fylgdi henni mikil gleði. Ég mælti hana fram, hátt, fyrst fyrir Sighvat og svo fyrir alla. En það var gert mikið grín að henni af því að hljóðstafina vantaði þó að það væri rím. Krakkarnir sögðu að þetta væri bara bull, engin vísa. Mér fannst svo leiðinlegt að það skyldi vera hlegið að henni, og ég skildi ekki af hverju þetta var ekki vísa. Ég skynjaði ekki rímreglur þó að ég væri orðin sex ára. Jónas og Kristján Fjallaskáld voru líka sex ára þegar þeir ortu sínar fyrstu vísur, en þeir voru snjallir, þeir kunnu reglurnar. Kristján notar hendingu úr öðru ljóði eins og ég og það var leyfilegt, en þeir höfðu gripið bragreglurnar, þær greip ég ekki. Svo lærði ég reglurnar. Ég fór tólf ára í barnaskólann á Neskaupstað. Valdimar Snævarr var þar skólastjóri og hann lagði mikið upp úr því að kenna okkur að gera vísur. Þegar ég var fjórtán ára gerði ég vísu sem ég var ánægð með og kann ennþá. Eg var alltaf að gera vísur og skrifaði þær í bók - sumt voru ástarvísur og svona - og í sömu bók safnaði ég myndum sem ég klippti út úr blöðum af skáldum og rithöfundum. Ég geymdi þetta allt í konfektkassa, en konan sem ég var hjá á Norðfirði tók einu sinni kassann, sagði að þetta væri meira draslið sem ég skildi alls staðar eftir - ég svaf í borðstofunni - og hún setti kassann í eldinn og brenndi öllu saman af því að hún var í illu skapi. En þessa vísu man ég. Ég gerði hana á Þorraþræl og vitnaði þá auðvitað í Kristján sem orti sinn Þorraþræl. En þetta var bara ferskeytla og kannski er ég þar alveg eins og ég er í dag. Það koma fram sömu yrkisefnin — eins og reyndar líka í fyrstu vísunni minni sem gæti alveg verið í safninu mínu. Þar er líka þetta skrítna formskyn, og nákvæmlega það sama sem ég er enn að hugsa. En Þorraþræll var rétt kveðin vísa. Ég var að vaska upp meðan ég gerði hana og hún er svona: 413
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.