Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 16
Tímarit Mdls og menningar
Þegar illur Þorri fer,
þrengir næturskugga,
fylkir úfinn færði mér
frosna rós á glugga.
Ég var voða stolt af henni. Ég hef aldrei birt hana en alltaf kunnað hana.
Einstaka sinnum hef ég gert svona vísur, til dæmis gerði ég þessa rúmlega
tvítug:
Hamingjan fyllir hundraðföld
hugann fögrum vonum.
Pósturinn hérna kom í kvöld,
kom með bréf frá honum.“
Var auðvelt fyrir þig að yrkja svona vísur?
„Stundum. En yfirleitt á ég í vandræðum með að yrkja. Ég er oft full af
skáldskap en það sem gerist í hvert skipti sem ég fæ hugmynd er að mig
langar til að teikna hana, eða sauma hana, eða gera rímað ljóð, smásögu eða
órímað ljóð. Ég skynja hlutina þannig að ég á bágt með að finna formið.
Mitt eiginlega form er líklega að setjast niður og tala við annan og segja frá.
Það hef ég á valdi mínu.“
Hven<er kom vitundin um að þú vterir skáldf
„Mig langaði til að vera skáld þegar ég var unglingur. Langaði ákaflega
mikið til þess, en mér fannst ég ekki vera skáld. Ég leit á það sem náðargáfu
sem maður réði ekki sjálfur. Þetta er líklega svipað því sem trúaður maður
hugsar. Hann getur lært til þess að verða prestur en guð verður að kalla
hann. A sama hátt reyndi ég - ég las ljóð og skrifaði ljóð og lærði ljóð,
reyndi að læra formreglur og bragreglur, en ég beið alltaf eftir því að vera
kölluð. Ég vissi ekki hvernig það gerðist, það hafði enginn sagt mér, en ég
leit svo á að það hlyti að gerast.
Ég fór í skóla, því mér þótti gaman að læra, og síðan gerðist það þegar ég
var tuttugu og þriggja ára að ég fór beinlínis að yrkja. Það tengdist að ein-
hverju leyti hugmyndinni um að vera manneskja. Ég fór að yrkja, setja
saman órímuð ljóð til þess að vera ég sjálf. Það sem mér fannst blasa við að
öðrum kosti var að sökkva inn í einhvers konar draumaheim sem ég gat
ekki fótað mig í. Ég átti um það að velja að gera þann heim að veruleika
eða beinlínis hrynja saman. Verða að rekaldi. Ég varð að yrkja. Kallið kom
að innan, ekki að utan. Ég varð að yrkja til þess að komast af, ná dag-
draumunum á stig veruleikans.“
Hvað leysti þig úr rímböndunum?
414