Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 16
Tímarit Mdls og menningar Þegar illur Þorri fer, þrengir næturskugga, fylkir úfinn færði mér frosna rós á glugga. Ég var voða stolt af henni. Ég hef aldrei birt hana en alltaf kunnað hana. Einstaka sinnum hef ég gert svona vísur, til dæmis gerði ég þessa rúmlega tvítug: Hamingjan fyllir hundraðföld hugann fögrum vonum. Pósturinn hérna kom í kvöld, kom með bréf frá honum.“ Var auðvelt fyrir þig að yrkja svona vísur? „Stundum. En yfirleitt á ég í vandræðum með að yrkja. Ég er oft full af skáldskap en það sem gerist í hvert skipti sem ég fæ hugmynd er að mig langar til að teikna hana, eða sauma hana, eða gera rímað ljóð, smásögu eða órímað ljóð. Ég skynja hlutina þannig að ég á bágt með að finna formið. Mitt eiginlega form er líklega að setjast niður og tala við annan og segja frá. Það hef ég á valdi mínu.“ Hven<er kom vitundin um að þú vterir skáldf „Mig langaði til að vera skáld þegar ég var unglingur. Langaði ákaflega mikið til þess, en mér fannst ég ekki vera skáld. Ég leit á það sem náðargáfu sem maður réði ekki sjálfur. Þetta er líklega svipað því sem trúaður maður hugsar. Hann getur lært til þess að verða prestur en guð verður að kalla hann. A sama hátt reyndi ég - ég las ljóð og skrifaði ljóð og lærði ljóð, reyndi að læra formreglur og bragreglur, en ég beið alltaf eftir því að vera kölluð. Ég vissi ekki hvernig það gerðist, það hafði enginn sagt mér, en ég leit svo á að það hlyti að gerast. Ég fór í skóla, því mér þótti gaman að læra, og síðan gerðist það þegar ég var tuttugu og þriggja ára að ég fór beinlínis að yrkja. Það tengdist að ein- hverju leyti hugmyndinni um að vera manneskja. Ég fór að yrkja, setja saman órímuð ljóð til þess að vera ég sjálf. Það sem mér fannst blasa við að öðrum kosti var að sökkva inn í einhvers konar draumaheim sem ég gat ekki fótað mig í. Ég átti um það að velja að gera þann heim að veruleika eða beinlínis hrynja saman. Verða að rekaldi. Ég varð að yrkja. Kallið kom að innan, ekki að utan. Ég varð að yrkja til þess að komast af, ná dag- draumunum á stig veruleikans.“ Hvað leysti þig úr rímböndunum? 414
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.