Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 46
Tímarit Máls og menningar skrifstofu skólastjóra. Á hurðinni stóð stutt og laggott: Skólastjóri. Viðtalstími þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10-14. Nú var komið fram yfir þann tíma og auk þess mánudagur en Snorri drap samt óhræddur á dyr. „Kom inn“ sagði sköruleg kven- mannsrödd og Snorri gekk inn í fábreytta skrifstoíu með Islendinga- sögunum í bókaskáp og mynd af forsetanum og Jónasi frá Hriflu yf- ir skjalaskáp úr járni. Við lítið skrifborð sat kraftaleg kona með grá- sprengt hár og lítil, stálgrá og stingandi augu og blaðaði í skjölum. Hún leit þegjandi upp og beið átekta. „May I talk to the schoolmaster" - sagði Snorri eftir dálítið hik, minnugur þess að það var kurteisi að tala ensku við konur. „Yes“ - sagði konan og beið enn. Snorri tvísté dálitla stund og konan virti hann rannsakandi fyrir sér. Hann uppgötvaði sér til skelfingar að það var af honum stæk gubbupest. Svo endurtók hann spurning sína í fáti. „Yes“ - sagði konan - „I am the schoolmaster. What can I do for you?“ Það datt yfir Snorra. Þetta hafði honum aldrei hugkvæmst. Á hans dögum kunnu konur ekki að lesa, nema þá ein og ein kirkju- kerling, en það sem af var þessum fyrsta jarðvistardegi hans hafði hann engum karlmanni mætt með nokkur teljandi myndugheit. „I am the new teacher“ - stundi hann loks upp. „Arinbjörn Ol- afsson.“ „Já, sæll og blessaður“ - sagði skólastýran og gekk til móts við hann með útrétta hönd sína. - „Við ættum nú að geta talað saman á blessuðu móðurmálinu, tungu meistarans í Reykholti.“ „Þat es svá“ - svaraði Snorri dræmt og vissi ekki alveg hvað hún var að fara. „En við þurfum ekki þar fyrir að gera okkur upp neina forn- tungu“ - hélt skólastýran áfram - „ég hef alltaf verið á móti allri málfyrningu. Af hverju bara ekki að láta málið kliða mjúkt og eðli- lega eins og það streymir fram í bókum meistarans?" „Hvat meistara?“ - spurði Snorri og var dálítið upp með sér yfir því hvað hann skildi vel konuna. „Hér er nú bara einn meistari til umræðu“ - sagði konan og sló út hönd sinni í átt til bókaskápsins. „Þessi“ - hélt hún áfram og benti á tíu þykkar bækur í svörtu skinnbandi með gullnu latínuletri á kili. 444
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.