Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar
höfðu hringi í eyrum og armbönd, bjöllur í nefi og fingurgull á
hverjum fingri með hauskúpu á. Nokkrar meystelpur voru svo
stuttpilsaðar að ekki hefði náð að hylja sköp þeirra ef þær hefðu
ekki dregið upp um sig óhreinar bómullarbrækur öklasíðar sem
frolluðu um spóaleggi og hungurkríkur.
Hverju máli skipti það hvað þessi lýður sem þar engdist í matar-
gufunni hélt um Snorra Sturluson?
Og hvað var lostfagur kvenpresturinn að sækja í þennan félags-
skap?
Hafði hann óforvarandis hrökklast bílveikur yfir land amazón-
anna, til þess staðar sem aðeins ber fyrir augu þess fólks sem í
leiðslu fellur, þar sem sjá má meinsvara og morðvarga vaða þunga
strauma of allan aldur?
Hver var þessi staður?
„Helvíti!"
Snorri hrökk upp úr hugrenningum sínum og kreppti sveitta
hönd sína um pillubaukinn í buxnavasanum. Svo andaði hann léttar
þegar honum skildist að hrópið kom ekki að innan úr eigin muna,
heldur voru það unglingarnir sem góluðu upp af því að það hafði
verið slökkt á unglingamúsíkinni.
Svo dró niður í unglingunum, því kraftaleg skólastýran skálmaði
stórstíg og ógnvekjandi í matsalinn að borðinu þar sem presturinn
og kennararnir tveir sátu. Unglingarnir risu treglega úr sætum, sum-
ir létu síga í hné og rétt lyftu rasskinnunum frá sætinu, aðrir stóðu
pinnstífir. Skólastýran lét lítil, stálgrá augu sín hvarfla frá einum á
annan uns grafarþögn var komin á og allir hnjáliðir fullréttir. Þá tók
hún til máls:
„Setjisti og þegiði!“
Unglingarnir sigu hljóðlaust niður. Hún hélt áfram:
„Arinbjörn Olafsson, nýi kennarinn okkar kom í dag. Við vonum
að samstarfið verði gott hér á þessum söguríka stað. Skólinn okkar á
sér stoltar hefðir, sérhver nýliði skal vígður á sama hátt, hvort held-
ur er nemandi eða kennari, honum skal sýna Snorralaug og honum
skal fylgt í Snorragöng og þar skal hann höggvinn á táknrænan hátt
og vígður staðarandanum. Hafið þið valið Arna beisk kvöldsins?“
Snorri skildi hana ekki til fulls, en svo mikið skildi hann þó að
hans beið einhver athöfn sem gerði hann tækan í þann hóp sem
450