Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar höfðu hringi í eyrum og armbönd, bjöllur í nefi og fingurgull á hverjum fingri með hauskúpu á. Nokkrar meystelpur voru svo stuttpilsaðar að ekki hefði náð að hylja sköp þeirra ef þær hefðu ekki dregið upp um sig óhreinar bómullarbrækur öklasíðar sem frolluðu um spóaleggi og hungurkríkur. Hverju máli skipti það hvað þessi lýður sem þar engdist í matar- gufunni hélt um Snorra Sturluson? Og hvað var lostfagur kvenpresturinn að sækja í þennan félags- skap? Hafði hann óforvarandis hrökklast bílveikur yfir land amazón- anna, til þess staðar sem aðeins ber fyrir augu þess fólks sem í leiðslu fellur, þar sem sjá má meinsvara og morðvarga vaða þunga strauma of allan aldur? Hver var þessi staður? „Helvíti!" Snorri hrökk upp úr hugrenningum sínum og kreppti sveitta hönd sína um pillubaukinn í buxnavasanum. Svo andaði hann léttar þegar honum skildist að hrópið kom ekki að innan úr eigin muna, heldur voru það unglingarnir sem góluðu upp af því að það hafði verið slökkt á unglingamúsíkinni. Svo dró niður í unglingunum, því kraftaleg skólastýran skálmaði stórstíg og ógnvekjandi í matsalinn að borðinu þar sem presturinn og kennararnir tveir sátu. Unglingarnir risu treglega úr sætum, sum- ir létu síga í hné og rétt lyftu rasskinnunum frá sætinu, aðrir stóðu pinnstífir. Skólastýran lét lítil, stálgrá augu sín hvarfla frá einum á annan uns grafarþögn var komin á og allir hnjáliðir fullréttir. Þá tók hún til máls: „Setjisti og þegiði!“ Unglingarnir sigu hljóðlaust niður. Hún hélt áfram: „Arinbjörn Olafsson, nýi kennarinn okkar kom í dag. Við vonum að samstarfið verði gott hér á þessum söguríka stað. Skólinn okkar á sér stoltar hefðir, sérhver nýliði skal vígður á sama hátt, hvort held- ur er nemandi eða kennari, honum skal sýna Snorralaug og honum skal fylgt í Snorragöng og þar skal hann höggvinn á táknrænan hátt og vígður staðarandanum. Hafið þið valið Arna beisk kvöldsins?“ Snorri skildi hana ekki til fulls, en svo mikið skildi hann þó að hans beið einhver athöfn sem gerði hann tækan í þann hóp sem 450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.