Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 55
Snorratorrek átök. Snorri braust um þegjandi, honum hryllti við gruggugu vatn- inu í þrónni og óþægilegur, óskýranlegur ótti gerði hann frávita og jók honum afl. „Bíturðu helvítið þitt“ - skrækti langur sláni með purpurarauðan hanakamb og greip um nakinn upphandlegg sinn. „Hann er brjálaður" - sagði annar og skreið upp á bakkann með fossandi blóðnasir. „Dýfiði honum í!“ Svo skrikaði Snorra fótur og fyrr en varði var hann kominn á kaf í þróna með gólandi unglingaþvögu ofan á sér. Þeir héldu honum lengi niðri og hann hætti að brjótast um, beið þess í örvæntingu að lungun gæfu eftir og fylltust af vatni, en þá var honum skyndilega kippt upp úr vatninu. Hann svelgdi í sig loftið með svo háum sog- hljóðum að unglingunum féllust hendur. Þeir höfðu ætlað að dýfa honum í nokkrum sinnum sér til ánægju þó að vígsluhefðin segði að einu sinni væri nóg, en þeir fengu sig ekki til þess þar sem hann húkti á hnjánum í þrónni með hósta og ekkasogum. Þetta var hætt að vera gaman. „Setjiði hann í göngin“ - sagði einhver. - „Við skulum drífa þetta af.“ Tveir kraftakarlar á leðurbrókum óðu út í þróna og tóku sitt und- ir hvora hönd honum og drösluðu honum upp úr. Hann fylgdi með eins og slytti og sýndi engan mótþróa. Aðrir tveir opnuðu dyrnar á göngunum og svo var honum kastað þar inn og hurðin lögð að stöf- um. Þarna stóð hann á ný, aleinn í myrkum göngunum. Ormjór tunglsgeisli þrengdi sér inn um rifu á hurðinni og hvarf inn í svartan moldarvegg. Uti fyrir biðu þöglir óvinir. Sterk moldarlyktin fyllti vit hans rétt eins og forðum. Svo var rjálað við dyrnar og hann greip af örvæntingu í snærishöldu sem var á þeim innanverðum og reyndi að halda þeim aftur. Það var togað á ný, en örvæntingin sem helltist yfir hann gaf honum heljarafl. „Láttu ekki svona“ - sagði hás unglingsrödd fyrir utan næstum biðjandi. „Gerðu það. Þetta er bara ég, Arni beiskur. Þetta er alveg að verða búið.“ „Eigi skal höggva" - hvíslaði Snorri út í myrkrið og ríghélt í snærishölduna með annarri hendinni en seildist með hinni í blautan 453
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.