Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
hann ætti til. Það glitti á hnífsblað í hendi hans. Hélstu að ég kæmist
ekki að þessu, pungrottan þín? Upp komast svik um síðir!
(. . . mynd af konu og stúlkubarni á náttbordi. „Frá Lindu, “
skrifað á rammann . . .)
Eg . . . ég-hélt-þú-hefðir . . . hefðir . . . drukknað, másaði Sindri.
Sturlaugur tíndi af sér þaraköngul og henti í Sindra. Hló svo
hrollköldum hlátri og flokkurinn tók duglega undir.
Svo þú hélst þú værir laus allra mála, hélstu það? sagði Sturlaugur
og þrýsti hnífsoddinum oní sköllóttan hvirfil Sindra. Það sprakk
fyrir og hann smurði blóðinu á hnífsblaðið. Krypplingar eins og þú
ættu ekki að hafa hreðjar. Það ætti að gelda þá við fæðingu. Greini-
legt að það hefur gleymst í þínu tilfelli. Síðan sneri hann sér að
hópnum og spurði: Er ekki kominn tími til að bæta úr því?
Æsingaróp flokksins glumdu um garðinn.
Sturlaugur kippti þá niður um Sindra buxunum, beygði sig síðan
niður og undirbjó aðgerðina með því að hrækja á dreyrrautt hnífs-
blaðið.
(. . . beddi þekur nær hálfan gólfflötinn. Stuttur líkami á
honum, hnúður á bakinu. Nokkur dönsk blöð á gólfinu undir
beddanum. Óreglulegar hrotur og hryglur úr takt við hátt-
bundið fall dropanna . . .)
Allt í einu stendur Linda þarna: Jesús minn, hvað ætlarðu að gera
maður! hrópar hún í öngum sínum. Hvurnig dettur þér í hug að
leggjast á hann Sindra!
Sturlaugur sneri sér ólundarlega að konu sinni. Hvern djöfulinn
ert þú að skipta þér af þessu, kelling! Hann grýtti í hana blautu
þangi. Svo sneri hann sér aftur að Sindra og bjóst til að hrinda hótun
sinni í framkvæmd.
Hvað er hlaupið í þig, maður, að ætla að ráðast í slíkt óhæfuverk?
Að misþyrma varnarlausum manni. Og einungis fyrir það að okkur
Sindra hafi orðið vingott. Er það þvílík synd? Eg bara spyr.
Kurr í hópnum.
Það var nú heldur en ekki lán fyrir þig að ég skyldi ekki brúka
sömu meðul, Stulli minn. Þá hefðirðu nú aldeilis ekki getað plantað
niður öllum þessum krógum útum landið.
Þegiðu, kerlingarálftin þín! hvæsti Sturlaugur og sneri rýtingnum
í hendi sér. Þegiðu!
474