Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Page 83
Úr skúffum og skápum Einhverntíma ekki löngu eftir þetta hafði hún orð á því við mig, að sér gengi illa að fá inni hjá útvarpinu með það sem hún hefði boðið því. Þeir væru eiginlega búnir að loka á sig og bæru því við, að hún væri ekki full- boðlegur upplesari og dýrt að fá háttprísaða leikara til að lesa. Eg kvaðst skyldu reyna að fara með eitthvað eftir hana í útvarpið. Og það æxlaðist svo, að á næstu árum las ég þar eftir hana nokkrar ljóðaþýðingar, úr ýms- um tungumálum, og eftir fræg nöfn, m.a. eina sonnettu eítir sjálfan Michel- angelo, man ég, en fá - ef þá nokkurt - ljóð eftir hana sjálfa. Sömuleiðis las ég þýðingu hennar á stuttri skáldsögu eftir Dostojefsky, Brúðinni ungu, sem voru ekki nema sex lestrar, ef ég man rétt. Að ógleymdum smá þætti, frumsömdum, endurminningum um fyrstu kynni hennar af fyrrnefndum Þórði Sigtryggssyni, sem hafði komið sem kaupamaður á heimili hennar þegar hún var smátelpa, en hann var þá berklaveikur unglingur. Þau kynni telst mér að hafi verið nokkuð örlagarík fyrir Málfríði, því að eftir að Þórð- ur var farinn til Reykjavíkur var Fríða litla látin hátta ofan í rúmið hans án þess að skipt væri um rúmfatnað; síðar vildi hún meina, að þá hafi hún fengið berklana. Um þetta leyti mun ég oftar en einu sinni hafa verið búinn að nefna það við hana, að hún skyldi reyna að koma einhverju á framfæri eftir sjálfa sig, því að hún hlyti að eiga eitthvað óbirt í handraðanum. En ég man að ekkert kom út úr því, og hún vildi helzt eyða slíku tali, gaf jafnvel í skyn að hún væri búin að eyðileggja það litla sem hún hefði párað, enda hefði farið fé betra; það vildi þetta víst enginn hvorteð væri. Leið nú og beið. Þá gerist það, einhverntíma snemma á áttunda áratugnum, að hún hringir til mín sem oftar og býður mér heim til sín í mat; sagðist þá hafa fundið oní skúffu eitthvert gamalt hrafnaspark sem ég mætti svosem líta á ef ég kærði mig um. Eg kem því ekki lengur fyrir mig, um hvað þetta lesmál fjallaði sem hún sýndi mér þarna fyrst af öllu; nema að endurminningar voru það. En þetta voru ósköp fá blöð, kannski tíu skrifblokkararkir, handskrifaðar, gulnaðar og með hundseyru. En mig minnir að textinn hafi þó verið í samhengi. Þórður Sigtryggsson hafði haldið því fram að Málfríður Einarsdóttir væri ritfærasta kona á Islandi, hvorki meira né minna. Og ég þarf varla að árétta það, að mér lék forvitni á að sjá sem mest eftir hana - því meira sem ég sá fleira af blöðum sem hún fann. Næstu vikurnar var hún nefnilega að rekast á til viðbótar fleiri eða færri blöð í senn, ýmist í skúffum eða skáp- um, kössum eða kirnum, og þetta sýndi hún mér víst flest. Mánuðir liðu, og annað slagið var hún alltaf að rekast á eitthvað af þessu tagi - í geymslu niðri í kjallara eða í ferðatöskum uppi á háalofti, skildist mér. Sumt fannst innan í aflögðum þýðingarhandritum; annað kom úr láni utan úr bæ og TMM VI 481
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.