Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 85
Úr skúffum og skdpum ég vélritaði alla fyrstu bók hennar og las af henni prófarkir; einnig vélritaði ég meginþorrann af annarri bókinni, en mun ekki hafa lesið af henni próf- arkir. En nú var Málfríður svo sannarlega í góðum höndum. Og ekki leið á löngu áður en út kom myndarleg bók, hennar fyrsta, haustið sem hún varð 78 ára - eða ári eldri en Roncalli kardínáli hafði verið, þegar hann varð Jó- hannes páfi XXIII. Næstu árin var ég þó alltaf að vélrita fyrir hana annað slagið. Og í öllum hennar bókum finnst mér eitthvað sem ég hafi vélritað; en það má m.a. stafa af því, að sumt af efninu sem ég vélritaði fyrst hafi verið geymt til síð- ari bóka. Þetta skiptir minnstu máli. En tvö síðustu árin sem hún lifði fór ég að koma aftur við sögu. Þá var sjón hennar tekin mjög að daprast, og síðasta árið sem hún lifði var hún svotil alveg blind. En hún hélt áfram að skrifa - handskrifa. Og það sem hún skrifaði í myrkrinu var merkilega skýrt - ekki aðeins í hugsun, heldur líka í stafagerð, nema stundum. Þá reyndist ég geta öðrum betur lesið úr rithönd hennar. A tímabili fékk ég þá hugmynd að hún læsi inn á segulband, í einrúmi og næði. En hún gat ekki lært á slíkt galdratæki í myrkri blindu sinnar, og ekkert varð úr því. Sömu- leiðis gerði ég eina tilraun til að láta hana lesa beint í pennann hjá mér. En út úr því komu aðeins tveir stuttir draumar, sem birtust í síðustu bók hennar (hingaðtil), og hún vildi ekki endurtaka slíka tilraun. Síðasta árið sem hún lifði tók hún upp á því að dagsetja allt sem hún skrifaði, og það hefði hún svo sannarlega mátt gera fyrr, því að erfitt er að segja til um það nú, nákvæmlega, hver er aldur sumra og jafnvel flestra þáttanna sem eftir hana liggja. En ég tel, að meginþorrinn af verki hennar sé saminn á áttunda áratugnum. Eg hef verið spurður að því, og beinlínis beðinn um að fjalla um það, hvernig persóna Málfríður hafi verið. Því er fljótsvarað, að ég treysti mér ekki til að verða við þeirri bón, nema þá að mjög litlu leyti, einfaldlega vegna þess að hún verður ekki afgreidd í fáum orðum, sízt af manni sem þekkti hana aðeins sem gamla konu og umgekkst hana aldrei að staðaldri. En þó hlýt ég að segja, að hún var ekki venjuleg - nema í útliti og fram- komu á almannafæri. Þetta var ofur hæglát og háttprúð kona, látlaus í klæðaburði og snyrtileg, og fjarri henni að segja óforhugsuð orð. En menn tóku jafnan eftir því sem hún sagði, kannski einmitt vegna þess að það óð aldrei á henni; fremur var, að hún þætti segja einum um of fátt, og stund- um úr samhengi við það sem aðrir voru að blaðra. Orðfæð hennar var oft misskilin, tekin fyrir áhugaskort á öðrum, jafnvel dónaskap. En þótt ég viti ósköp vel, að hún gat haft vissa nautn af glettni og því að stinga upp í bjána, þá held ég að sinnuleysi hennar hafi oftar en 483
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.