Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Side 89
Wilhelm Emilsson Túbuleikarinn Stóra húsið er eina byggingin sem ég sé. Ég veit að þetta stóra hús, sem streymir í gegnum augu mín, er kallað bygging. Samt er þetta eina byggingin sem ég hef séð. Ég veit ekki fyllilega hvar eða hvenær ég hef lært það, en ég get nefnt allt sem ég sé og heyri. Það hjálpar mér. Ég hugsa stundum um hvernig það væri ef allt sem fyrir augu mín ber kæmist aldrei í orð, heldur streymdi endalaust inn í augu mín. Ég myndi aldrei skilja neitt. Það yrði vont. Ég stend í sömu sporum, á sama stað og ég hef alltaf staðið. Ég veit ekki hvers vegna og reyni að hugsa ekki mikið um það, því ég veit að það hefur alltaf verið svona og verður áreiðanlega svona á meðan ég lifi. Þess vegna borgar sig ekki að hugsa of mikið um það. Því verður ekki breytt. Þess í stað fylgist ég með því sem fyrir augu mín ber og ég veit hvað heitir. En samt. Stundum nægir það ekki og ég kemst ekki hjá því að hugsa um sjálfan mig, þó ég viti að það er hættulegt. Það sem ég sé og heyri er alltaf það sama, því ég er alltaf á sama stað. Þess vegna er það ekki alltaf nóg, en. ég reyni samt að beina huganum frá sjálfum mér sem oftast. Það er ekki óhætt að hugsa of mikið. Stóra húsið hefur hvíta veggi með gluggum sem virðast svartir frá þeim stað sem ég stend. Ef ég horfi lengi á húsið verða skilin milli glugganna og veggjarins óskýr. Þakið er rautt. Fyrir framan bygg- inguna er hæð sem streymir rólega áfram, þar til hún endar við fætur mér. Ég stend á grasflöt og grasið er klippt þétt upp að rótinni. Ég veit að það er mjúkt, þó ég geti ekki snert það. Grasið vex ekki. Það er alltaf eins. Stundum verð ég mjög þreyttur í fótunum. Skammt frá mér er flaggstöng. Snúran, sem á að halda flagginu, slæst við stöngina. En það er ekkert flagg. A grasflötinni er alltaf væg gola og smellirnir sem heyrast þegar snúran slæst við flaggstöngina eru alltaf í eyrum mér. Það hefur alltaf verið þannig og þeir trufla mig ekki, því í rauninni heyri ég þá ekki nema þegar ég hugsa um þá. 487
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.