Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 102
Tímarit Máls og menningar ,Jæja,“ sagði hún, „ég ætla að fara og kaupa sandala einsog John Lenn- on. Ekki koma of seint heim, ég bíð eftir þér.“ Eftir sat ég einn. Og drakk úsó, þjóðardrykk Grikkja. Eg hafði ekki dottið í það síðan um veturinn og því ekkert að skammast sín fyrir. Og aldrei slíku vant var ég með fulla vasa fjár, nóg til að hvolfa við hverri ein- ustu flösku á barnum. En duttlungar örlaganna létu ekki að sér hæða. Aldrei hafði ég verið eins þurrbrjósta. Var hægt að hugsa sér eitthvað skelfilegra en fráfall hans? Ég gæfi tíu þúsund líf fyrir Richard Brautigan einan. Ég reyni að mæla þetta af yfirvegun. Tuttugu þúsund. Ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Það ganga hundruð þúsunda fyrir ætternisstapa á degi hverjum. Gera menn sér grein fyrir miljónum lesenda hans, þessu forðabúri af nýju blóði á borð við „Svo berist ekki burt með vindum,“ eða „Hefnd grasflatar- innar“ . . . ? Ég hefði ekki viljað missa af „Tokyo-Montana Express“ fyrir öll heimsins auðæfi. Það var um eittleytið að ég sneri aftur á hótel Akropolis. Þetta kvöld var mér ekkert að vanbúnaði að meta tjónið sem við höfðum orðið fyrir. Ég stillti mér upp við afgreiðsluborðið. Næturvörðurinn blikkaði mig einsog við værum samsekir. Ég tók stefnuna á biðsalinn og pantaði eina flösku. Aldrei á ævi minni hafði ég verið jafn fullur og skýr í senn. Ég er viss um að ég hefði getað staðið á einni löpp en lét mig samt falla í stól. Peran í loft- inu virtist vera af of miklum styrkleika. Upp fyrir mér rifjaðist smásagan þar sem hann lýsti upp skúrinn sinn með 200 watta perum . . . Times Square, Montana. Ég bauð náunganum að deila með mér flöskunni. Nei, hann hafði aldrei heyrt á Brautigan minnst, en fiskaði þess í stað upp úr vasa sínum litla öskju og setti á borðið fyrir framan mig með sigurbros á vör. Ég skýrði út fyrir honum að Brautigan væri eitt af því sem gerði lífið þess virði að lifa því, ég var kominn á fremsta hlunn með að bresta í grát, en hann hélt áfram að brosa út að eyrum og bauð mér að opna gjöfina. Það voru sígarettubréf. Fimm nýir pakkar. Honum hafði tekist að særa þá út úr bar niðri í Pyrrhus, hann hafði lagt á sig þetta ómak mín vegna. Skjálfhentur rúllaði ég mér eina með langri og veikburða rithöfundar- hendi. Ég vissi ekki hvernig ég átti að þakka honum. Ég vissi ekki hvar ég átti að byrja. „Richard Brautigan . . .“ tuldraði ég. „Nafn hans var Richard Brautigan.“ Pétur Gunnarsson þýddi 500
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.