Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1989, Síða 103
Kristján G. Arngrímsson Leica Hinum megin við bláa hurðina taktfastir smellir og hann vissi að það væru háu hælarnir sem mættu sjúskaða parketinu. Þeim fyrstu fylgdi bergmál en hann hætti að heyra það þegar smellirnir fjarlægð- ust og urðu lágværari. En í sama takti og áður. Hann þóttist vita að smellirnir dæju ekki út; að það væri heyrn hans sem hætti að nema þá þegar hún fjarlægðist. Svo færi hún út og á steinsteyptri gang- stéttinni yrðu smellirnir öðru vísi og þeim myndi ekki fylgja berg- mál. En þeir yrðu enn í sama takti. Hann reyndi að henda reiður á tímanum, hvenær hún yrði komin út á gangstéttina. Ef til vill var hún þegar komin þangað, hann hafði týnt tímanum. Hvert hún færi vissi hann ekki. Hafði ekki grun. Hann velti sér á hliðina og dró sængina upp að höku, dæsti og lokaði augunum. Viss um að sofna aftur eins og venjulega. Hann hafði vaknað við hógværan smell og strax aftur heyrt ann- an, síðan þann þriðja og eftir dálitla bið kom sá fjórði. Undarlegt að vakna við þessi litlu hljóð - hann sem gat sofið af sér herdeild af vekjaraklukkum sem hringdu hver á fætur annarri. Eða síma sem hringdi út á náttborðinu hans. En þessir hikandi smellir vöktu hann, nýtt hljóð sem minnti helst á hvell í loftriffli með hljóðdeyfi og gerði hann órólegan. Og hann hikaði við að opna augun, gerði rifu og einhverstaðar djúpt í minningunni frá kvöldinu áður átti hann mynd sem speglaði það sem hann sá. En svo kom andartak þegar hann hætti að skilja það sem augun gripu, langt andartak meðan hann sótti í aðra minningu spegilmynd sem var alveg óskyld þeirri fyrstu og hafði ekkert með kvöldið áður að gera. Svo opnaði hann augun til fulls. Það voru fótleggir rétt við rúmið, klæddir í svart og svo komu hné og fyrir ofan þau meira svart. Það var pils, þröngt og leiddi upp að mitti þar sem tók við leður - svart. Með augunum fylgdi hann tvöfaldri röð af svörtum hnöppum upp að rauðu hári sem æddi 501
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.