Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 39
reki annan rétt eins og maður fæðist af
manni. Þannig hafi ættartölur gert höfund-
unum kleift að skipuleggja frásögn sína
eins og röð atburða sem hver ættliðurinn á
fætur öðrum í einni ætt eða fleiri olli. Per-
sónuleg einkenni og afrek, nákvæmlega
rakin í hverri ævisögunni eftir aðra, báru
vitni um að kjami sögunnar væru athafnir
bestu manna, samskipti þeirra og það gild-
ismat sem kom fram í störfum þeirra (Spi-
egel 51). Að breyttu breytanda á þessi
lýsing í raun einnig við Sturlungu.
Á Sturlungaöld deildu fáar ættir um auð,
völd og áhrif. Allar urðu þær að lokum að
lúta valdi Noregskonungs. Það var hin nýja
hefðarstétt konungsþjóna sem réð eftir-
mælum aldarinnar, einkum herra Sturla
Þórðarson lögmaður með Islendinga sögu
sinni og höfundur Sturlungu, sem líklega
var Þórður Narfason lögmaður, lærisveinn
Sturlu (Guðbrandur Vigfússon ciii-cv). í
frásögnum þeirra fóstra sjáum við hvemig
ættir þróast, tengjast, stríða, hröma. Ættar-
tölurnar í samsteypunni bera þessa einnig
vott. Jafnframt koma fram í þeim breytt
viðhorf höfðingjanna til ættarinnar. Hin
nýju viðhorf má líka greina í lífshlaupi
Sturlu Þórðarsonar sjálfs eins og því er lýst
í Sturlungu.
Fjölskylda, niðjar
Mannfræðingar gera aðallega greinarmun á
tvenns konar skyldleikakerfum, annars
vegar er niðjakerfið (e. lineages), hins veg-
ar fjölskyldukerfið (e. kindreds). Meðal
niðja er unnt að telja alla afkomendur
ákveðinna ættforeldra (e. cognatic lineage),
en gjaman verður þróunin sú að rekja að-
eins niðja ættföður í karllegg (e. agnatic
lineage). Á miðöldum virðist orðið œtt
merkja hvorttveggja, afkomendur ættföður
(e. patrilineal kin group) og ættingja ein-
stakhngs (e. cognatic kindred). íslenska
skyldleikakerfið var þó í raun einkum fjöl-
skyldubundið ef marka má reglur um
hefndir, mannbætur, arf, hjúskap og umsjá
barna. Lögin reikna með skyldleika í karl-
og kvenlegg í fímmta lið (þriðja brœðra).
Þeirra vegna var því nauðsynlegt að þekkja
ætt sína aftur í fimm liði eða frá langalanga-
langafa (Sigurður Líndal; Sprensen 30-36;
Hastmp 70-104). Ættartölumar í Land-
námu eiga vafalaust að nokkm leyti rætur
að rekja til þessara lagaákvæða. í annan
stað tengjast þær líklega réttinum til að gera
kröfur í eignir sem höfðu verið seldar undan
eigendum og erfingjum. En þær em einnig
vitni um metnað þeirra sem settu þær saman
eða létu setja þær saman (Guðni Jónsson;
Jakob Benediktsson cxviii-cxx; Svein-
björn Rafnsson, 1974: 142-151, 181-188;
Sprensen 30-36; sbr. Duby). íslendinga-
sögur, sem skoða má sem framhald ætt-
rakninga Landnámu, eru vafalaust að
einhverju leyti einnig afsprengi þessa ætt-
armetnaðar (Sprensen 82-83, 109).
Raunar ná sumar ættartölumar lengra aft-
ur en nauðsynlegt var vegna laganna. Þá er
rakið aftur til þekktra landnámsmanna og
fomkonunga og garpa. Þetta gæti gefíð
bendingu um að menn hafí bæði búið við
fjölskyldu- og niðjakerfi á íslandi til foma.
Preben Meulengracht Sprensen hefur þó
hafnað þessum möguleika. Að vísu bendir
hann á að á Sturlungaöld hafi verið til
nokkrar höfðingjaættir sem hafi tengst
ákveðnum jörðum og haft sérstök nöfn, svo
sem Haukdælir, Oddaverjar og Sturlungar.
En í þessum tilvikum hafi ekki verið um að
ræða hópa fólks sem fann til skyldleika og
TMM 1993:1
29