Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 39
reki annan rétt eins og maður fæðist af manni. Þannig hafi ættartölur gert höfund- unum kleift að skipuleggja frásögn sína eins og röð atburða sem hver ættliðurinn á fætur öðrum í einni ætt eða fleiri olli. Per- sónuleg einkenni og afrek, nákvæmlega rakin í hverri ævisögunni eftir aðra, báru vitni um að kjami sögunnar væru athafnir bestu manna, samskipti þeirra og það gild- ismat sem kom fram í störfum þeirra (Spi- egel 51). Að breyttu breytanda á þessi lýsing í raun einnig við Sturlungu. Á Sturlungaöld deildu fáar ættir um auð, völd og áhrif. Allar urðu þær að lokum að lúta valdi Noregskonungs. Það var hin nýja hefðarstétt konungsþjóna sem réð eftir- mælum aldarinnar, einkum herra Sturla Þórðarson lögmaður með Islendinga sögu sinni og höfundur Sturlungu, sem líklega var Þórður Narfason lögmaður, lærisveinn Sturlu (Guðbrandur Vigfússon ciii-cv). í frásögnum þeirra fóstra sjáum við hvemig ættir þróast, tengjast, stríða, hröma. Ættar- tölurnar í samsteypunni bera þessa einnig vott. Jafnframt koma fram í þeim breytt viðhorf höfðingjanna til ættarinnar. Hin nýju viðhorf má líka greina í lífshlaupi Sturlu Þórðarsonar sjálfs eins og því er lýst í Sturlungu. Fjölskylda, niðjar Mannfræðingar gera aðallega greinarmun á tvenns konar skyldleikakerfum, annars vegar er niðjakerfið (e. lineages), hins veg- ar fjölskyldukerfið (e. kindreds). Meðal niðja er unnt að telja alla afkomendur ákveðinna ættforeldra (e. cognatic lineage), en gjaman verður þróunin sú að rekja að- eins niðja ættföður í karllegg (e. agnatic lineage). Á miðöldum virðist orðið œtt merkja hvorttveggja, afkomendur ættföður (e. patrilineal kin group) og ættingja ein- stakhngs (e. cognatic kindred). íslenska skyldleikakerfið var þó í raun einkum fjöl- skyldubundið ef marka má reglur um hefndir, mannbætur, arf, hjúskap og umsjá barna. Lögin reikna með skyldleika í karl- og kvenlegg í fímmta lið (þriðja brœðra). Þeirra vegna var því nauðsynlegt að þekkja ætt sína aftur í fimm liði eða frá langalanga- langafa (Sigurður Líndal; Sprensen 30-36; Hastmp 70-104). Ættartölumar í Land- námu eiga vafalaust að nokkm leyti rætur að rekja til þessara lagaákvæða. í annan stað tengjast þær líklega réttinum til að gera kröfur í eignir sem höfðu verið seldar undan eigendum og erfingjum. En þær em einnig vitni um metnað þeirra sem settu þær saman eða létu setja þær saman (Guðni Jónsson; Jakob Benediktsson cxviii-cxx; Svein- björn Rafnsson, 1974: 142-151, 181-188; Sprensen 30-36; sbr. Duby). íslendinga- sögur, sem skoða má sem framhald ætt- rakninga Landnámu, eru vafalaust að einhverju leyti einnig afsprengi þessa ætt- armetnaðar (Sprensen 82-83, 109). Raunar ná sumar ættartölumar lengra aft- ur en nauðsynlegt var vegna laganna. Þá er rakið aftur til þekktra landnámsmanna og fomkonunga og garpa. Þetta gæti gefíð bendingu um að menn hafí bæði búið við fjölskyldu- og niðjakerfi á íslandi til foma. Preben Meulengracht Sprensen hefur þó hafnað þessum möguleika. Að vísu bendir hann á að á Sturlungaöld hafi verið til nokkrar höfðingjaættir sem hafi tengst ákveðnum jörðum og haft sérstök nöfn, svo sem Haukdælir, Oddaverjar og Sturlungar. En í þessum tilvikum hafi ekki verið um að ræða hópa fólks sem fann til skyldleika og TMM 1993:1 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.