Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 40
stóð því saman og yfirleitt hafi ættamöfnin
ekki enst nema í tvo til þrjá ættliði. Sturl-
ungar drógu t.d. nafn af Sturlu Þórðarsyni í
Hvammi og nafnið tengdist þeim ekki nema
í nokkra liði. Þeir komu líka ekki fram sem
hópur skyldmenna heldur eins og einstak-
lingar sem oft eldu grátt silfur (Sprensen
34-36, 80-86; sjá einnig Hastrup 101-
102).
Ekki er þó víst að þetta sé vel valið dæmi.
Ættir eins og Ásbirningar, Svínfellingar,
Seldælir, Vatnsfirðingar, Oddaverjar og
Haukdælir stóðu á gömlum merg og reistu
valdakröfur sínar á því. Sturlungar gátu að
vísu rakið ættir til Snorra goða en Snorr-
ungagoðorð hafði ekki verið í fjölskyldunni
lengur en frá því um 1100 þegar Þórður
Gilsson, langafi Sturlu sagnritara, tók við
því. Þeir voru ný valdaætt sem sótti fram og
olli usla. Líklega voru barátta þeirra á víg-
velli og ritstörfm tengd þörf þeirra fyrir að
réttlæta uppruna sinn fyrir sér og öðrum. í
ritum Sturlu Þórðarsonar er auðvelt að sjá
vonbrigði hans yfir því að ættingjar hans
stóðu ekki saman (sjá t.d. lýsingar á yfir-
gangi Sturlu Sighvatssonar við Snorra
Sturluson föðurbróður sinn í Islendinga
sögu, bls. 389-392). Frændur hans eru
einnig sagðir hafa höfðað til skyldleika við
hann þegar þeir vildu fá hann í hð með sér
eða ná sínum hlut gagnvart honum og hann
beit á agnið (sjá t.d. liðsbón Þórðar kakala
Sighvatssonar við Sturlu bræðrung sinn í
Þórðar sögu kakala, bls. 7-8). Ættartölur
hafa því ekki aðeins verið hjálpartæki
vegna lagalegra skyldna og réttar. Þær hafa
tengst ættametingi og kröfum til pólitískra
valda, en þau færðust á æ færri hendur eftir
því sem leið á goðaveldistímann.
Höfðingjar á Sturlungaöld hafa talið að
þeim bæri völd af því að forfeður þeirra
voru goðorðsmenn í marga ættliði, sumra
allt frá landnámi. Þeir hafa að þessu leyti
viljað reisa völd sín á uppruna rétt eins og
Noregskonungar. Höfðingjamir nota sér-
stök nöfn um ættir sínar og virðast álíta að
ákveðnir eiginleikar gangi í ættir. Sturla
Þórðarson segir t.d. í íslendinga sögu:
„Hefir þat lengi kynríkt verit með Hauk-
dælum ok Oddaverjum, at þeir hafa inar
beztu veizlur haldit [483].“ Þá er ættargæfa
talin fylgja sumum eiginnöfnum. Þannig
segir Þorvaldur í Hruna þegar hann gefur
Gissuri syni sínum nafn: „Mun ek son minn
láta heita Gizur, því at lítt hafa þeir aukvisar
verit í Haukdælaætt, er svá hafa heitit hér
til [250].“ Vináttubönd virðast líka ná til
ætta engu síður en einstaklinga ef marka má
viðtökur þær sem Sturla Þórðarson fær hjá
konungsráðgjafanum Gauti á Mel í fyrstu
utanför sinni (Sturlu þáttur 231-232). Þetta
gerist á sama tíma og höfðingjamir skipta
landinu á milli sín og helga sér óðul.
Ættartölubálkur Sturlungu
Það er samdóma álit fræðimanna að Sturla
Þórðarson hafi skrifað íslendinga sögu sína
eins og framhald af Sturlu sögu og viðauka
við þær samtíðarsögur sem hann þekkti.
Söguna mun hann hafa sett saman á síðustu
æviárum sínum en hann lést 1284. Höfund-
ur Sturlungu hefur því í raun aðeins haldið
áfram því verki sem meistari hans hafði
byrjað á. Ættartölubálkurinn, sem stendur í
Sturlungu á eftir Þorgils sögu og Hafliða
en á undan Sturlu sögu, er líklega einnig frá
Sturlu mnninn. Hins vegar hefur höfundur
Sturlungu ijálað við hann, bætt inn í upp-
lýsingum um eigin ætt og fellt úr ættartölu
Haukdæla sem hann notaði síðan við að
30
TMM 1993:1