Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 41
setja saman Haukdœla þátt (Björn M. Ól-
sen 383-385, 391-393, 432^35; Jón Jó-
hannesson xxv, xxxiv-xli).
í bálki þessum eru taldar ættir Oddaverja,
Sturlunga, Ásbiminga, Svínfellinga, Sel-
dæla, Vatnsfirðinga og Grundarmanna í
Eyjafirði. Ættimar hafa upphaflega verið
raktar frá dögum Gissurar biskups í Skál-
holti (um 1100). Þetta eru að formi til niðja-
töl Sæmundar fróða, Þórðar Gilssonar,
Ásbjöms Amórssonar, Sigmundar Þorgils-
sonar, Bárðar svarta, Þórðar í Vatnsfirði og
Þorsteins rangláts. Áhersla er lögð á karl-
legginn og böm yflrleitt talin upp í aldurs-
röð, þó þannig að synir koma fyrst og svo
dætur. Jón Jóhannesson áleit að eitthvað
sérstakt hlyti að hafa vakað fyrir höfundin-
um af því að hann taldi ættir frá ættfeðmm
sem uppi vom um svipað leyti, en ekki
öðmm eldri eða yngri, án þess að hann færi
frekar út í þetta (xxv). Hugsanleg skýring
gæti verið að Sturla hafi þekkt Þorgils sögu
og Hafliða og viljað rekja ættimar aftur til
samtíma höfuðpersóna hennar. En goða-
völd Sturlunga hófust einmitt á þessum
tíma. Ættartölumar miðast einnig nokkum
veginn við það sem samtímamenn Sturlu
um miðja 13. öld þurftu að vita um skyld-
menni sín vegna laganna.
Ef til vill er það ekki tilviljun að niðjar
Sæmundar fróða em nefndir fyrstir. Þaðan
kom fróðleikurinn inn í ætt Sturlunga með
því að Snorri var alinn upp hjá Jóni Lofts-
syni, sonarsyni Sæmundar í Odda. Spyrja
mætti hvort ættartölumar hafi í upphafi ver-
ið alveg óháðar Islendinga sögu. Líklegra
virðist að þær séu hluti af undirbúnings-
vinnu Sturlu undir að skrifa söguna, eins og
inngangur að henni (sbr. hugmyndir Stef-
áns Karlssonar um að Sturla hafi sett saman
alfræði til að nota við sagnaritun sína). Þess
vegna séu ættrakningar af skomum
skammti í sögunni sjálfri. Það er þó rétt sem
Finnur Jónsson benti á að íslenskar fom-
sögur byrjuðu yfirleitt ekki á heilum ættar-
tölubálkum heldur aðeins á einstökum
ættartölum (723). Þá mætti spyrja hvort
ættrakningamar hafi verið sniðnar eftir því
sem koma skyldi í sögunni eða ekki. Erfitt
er að segja til um það nú af því ekki er víst
hversu mikið höfundur Sturlungu rjálaði
við textann. En ef undan er skilin ætt Þor-
steins rangláts (Gmndarmenn) eiga ættar-
tölumar að mestu leyti við frásagnir
sögunnar. Þetta em nefnilega ekki fullkom-
in niðjatöl heldur em þeir helst taldir sem
höfðu mest völd og komu mest við sögu.
Líklegast er því náið samband milli ætt-
rakninganna og íslendinga sögu.
Vafalaust er það til að sýna og sanna
samfélagsstöðu ættarinnar þegar Sturlung-
ur gerir grein fyrir niðjum Þórðar Gilssonar
í röð niðjatala helstu höfðingjaætta lands-
ins, en eins og áður sagði vom Sturlungar
tiltölulega ný valdaætt á 13. öld. Ættar-
metnaðurinn réð líklega því einnig að vikið
var frá formi ættartalnanna í bálknum með
því að rekja ættir mæðra Þórðar og konu
hans aftur til Snorra goða og Guðmundar
ríka. Til að komast í höfðingjatölu hafa
Sturlungar haldið á loft göfugum uppruna
sínum. Kirkjan hafði flutt inn skriftarkunn-
áttuna til eflingar kristni og kirkju en ver-
aldlegir höfðingjar höfðu fljótt lært að nota
hana sér til framdráttar ef marka má Fyrstu
málfrœðiritgerðina sem telur lög og áttvísi
meðal þess sem fyrst var fest á bókfell.
Oddaveijar og Haukdælir vom þekktir fyrir
bóklegan lærdóm á 12. öld en völd þeirra
stóðu þegar traustum fótum. Sturlungar
virðast hins vegar hafa notað frásagnarlist
og skriftarkunnáttu markvisst til að koma
TMM 1993:1
31