Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 47
vera hvorki Dani né íslendingur heldur bara Þjóðveiji.2 Þannig henti Þjóðverjinn Engels gaman að Dönum og tröllatrú íslendinga á þorskalýsi, en ýmsir aðrir skilgreindu eigin þjóðarein- kenni með því að gera lítið úr öðrum. Meðal Norðurlandabúa sjálfra léku hugmyndir um eigin yfírburði í menningarefnum einnig mikilvægt hlutverk við mómn þjóðarvit- undarinnar. Danir, sem gátu státað af dá- semdum Kaupmannahafnar og glæsibrag konungdæmisins, hneigðust til að líta á hina fátæku íslendinga sem vanþróaða sveita- durga. En íslendingar, sem höfðu óljósar hugmyndir um stöðu sína innan danska rik- isins, voru snöggir að andmæla hvers kyns ásökunum um nesjamennsku. í þessu liggja rætur menningarlegrar togstreitu. Sögurnar og sjálfstæðisbaráttan Rómantískir höfundar á 19. öld höfðu mik- inn áhuga á menningu miðalda og frum- stæðu, óspilltu sveitalífi. Eftir því sem leið á öldina og í byijun 20. aldar heilluðust Danir einnig af ljóma fortíðarinnar og fóru þá að sjá íslendinga í rómantísku ljósi og sýna þeim föðurlega umhyggju. En eins og Gunnar Karlsson hefur sagt var einfalt sveitalíf lengi fram eftir 20. öld of nálægt til að öðlast marga málsvara hérlendis.3 Það er grundvallarstaðreynd, eldri en rómantík 19. aldar, að þeir sem dást mest að einföldu sveitalífi hafa sjaldnast verið knúnir til að lifa slíku lífi sjálfir. Kaldur raunveruleiki sjálfsþurftarbúskapar og áhugi manna á að eiga hlutdeild í menningarlífi Evrópu höfðu djúptæk áhrif á íslenska borgarmennta- menn 20. aldar. Eins og nánar verður vikið að, fundu þekktir fræðimenn lausn á þeim vanda sem fólst í langvinnri leit að sjálfsmynd íslend- inga í Islendingasögum. Þeir túlkuðu mið- aldatextana með það fyrir augum að gera sem mest úr menningararfleifð þjóðarinnar. Áður höfðu menn litið svo á að sögumar væru leifar blómlegrar munnlegrar sagn- hefðar en nú fengu þær stöðu skrifaðra bókmennta og voru sagðar afurð einstæðrar bókmenntasköpunar á síðmiðöldum. Með breyttum skilningi á sögunum lögðu þjóð- emissinnaðir fræðimenn Islendinga áherslu á að menningarstig þjóðarinnar á miðöld- um hefði verið hátt í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Þessi túlkun, sem eitt sinn gegndi mikilvægu hlutverki, hefur hins vegar dregið dilk á eftir sér. Með því að hafna hugmyndinni um rætur fomsagna í munnlegri sagnalist sjálfseignarbænda, bundu þessir þjóðernissinnuðu fræðimenn fomsögurnar of náið lærdómshefð fom- aldar og miðalda. Hvemig gat það nú gerst að íslendinga- sögum var beitt fyrir vagn þjóðemishyggju á 20. öld? Svarið er, að reyndar höfðu ís- lendingar notað fomsögurnar þegar frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld til að sýna fram á að þeir væru þjóð. Vopnaðir hinum mikla sagnasjóði gátu þeir sýnt fram á að íslendingar væm sérstök þjóð, annars eðlis en aðrir ósjálfstæðir þjóðernishópar á Norðurlöndum sem ekki áttu jafn eindregn- ar menningarsögulegar heimildir. Hér er ekki átt við Sama og Grænlendinga sem vom sviptir borgaralegum réttindum, held- ur þjóðir og þjóðabrot á borð við Færey- inga, sem hófu þjóðemisvakningu ekki að ráði fyrr en á 20. öld, og hinn dönskumæl- andi minnihluta á Skáni. Síðarnefndi hópurinn hefur ekki verið hluti sænska rík- TMM 1993:1 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.