Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Blaðsíða 70
sem er kallað vinsældir. Hinir takmörkuðu möguleikar „á sölu á litlum markaði“ og það að skáldið geti aldrei orðið mjög vin- sælt á litlu málsvæði gerir listamanninn annaðhvort frjálsan innra með sér og í verk- um sínum eða smásmugulegan; oftast það. Um leið grípur hann hræðsla við allt, en einkum óttast hann um hag og orðstír sinn, vegna þess að smekkur ,,fjöldans“ eða hinna örfáu lesanda hefur tilhneigingu til að vera lítilla sanda og sæva á öllum sviðum. Slíkt er eðlilegt með hliðsjón af lögmáli aðstæðnanna. Ég hafði varla gert mér ljóst frelsið í spennitreyju þess málsvæðis sem ég átti heima á, þegar rann upp fyrir mér að sér- hver uppreisn eða tilraun til hennar innan textans mundi verða harla lítilfjörleg eða rétt til málamynda. Án stuðnings frá stóru svæði eða athafna á því verður engin bylt- ing gerð nema ef hún skyldi vera það eitt að hræra stöku sinnum í grautarpotti. Þetta er það sem íslenskt samfélag hefur gert sig að í hinum ýmsu og veikburða hræringum landsmála eftir stríðið: það hefur orðið í tímans rás að næstum ókennilegum einlit- um graut með hálfgerðu bragðleysi í eitt hundrað og þrjú þúsund ferkílómetra stór- um potti. Á þeim tíma þegar venjulegur íslenskur rithöfundur var í essinu sínu og sat sjálfsör- uggur við auða blaðið varð ótti við óþarfa brambolt innan textans að mínu helsta hug- arangri. Ég vissi að ég mundi aldrei fá það sem höfundi er nauðsyn, að fá stuðning frá stærri erlendum samfélögum t.d. með því að bækur hans yrðu þýddar. Samt óttaðist ég ekki það að verða einn á báti við mitt auða blað, ekki heldur það að ég yrði ein- hentur eða með tímanum þættist skáldskap- arbúkur minn ekki vita að vinstri hönd hans vissi hvað sú hægri væri að skrifa. Báðar voru frá fyrstu tíð handvissar um uppruna sinn og að getan væri samkvæm því. Ég þóttist vera glöggur á vilja beggja. Búknum á milli þeirra varð eðlilegt að skrifa fyrir sjálfan sig, en aðrir máttu líta á texta hans ef þeir vildu eða þorðu. Ég stundaði ekkert trúboð og hef bjargað mér þannig frá því sem oft er gripið til í samfélagi sem veit ekki hvemig það á að bregðast við manni sem hefur ekki sagt skilið við kórinn heldur hefur hann aldrei komið nálægt honum á raddæfingu. Ég hef aldrei látið það á mig fá, heldur fundist eðlilegt að þegar glaður kór syngur fyrir sína „textaþega" þá lætur hann eins og sá sé ekki til sem tautar og raular fyrir utan hann. Það er líka eðlilegt að kórar í útlöndum heyra ekki heldur raul- ið og telji hann þess vegna ekki til sinna radda. Vegir söngsins á vegum menningar- innar eru órannsakanlegir. Óttinn við textann eftir langa sambúð við hann Algengt er að skáldsagnahöfundar óttist að þeir lokist fyrir fullt og allt í gröf og kyrrð inni í texta sínum, að þeir múrist inn í orðavegginn og bíði þar bana. Algengara er samt að rithöfundar kunni þar prýðilega við sig í hleðslunni. Þá halda þeir að textinn sé orðinn hinn eini sanni og í miðju hans séu réttu hæfileikamir sem mynda eilífa kjam- ann. Þeir vilja þar af leiðandi troða honum upp á aðra sem endanlegri lausn, ýmist með því að beita rógi eða kappkosta að enginn komist að með sína, með nýja eða endur- skoðaða hugsun eða hugsanagang í texta á yfirráðasvæði þeirra. Þó eru til höfundar sem reyna að láta 60 TMM 1993:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.