Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 130
ekki kastað fyrir róða. Heildin er þarna en hún er óskiljanleg, hún er „háleit“. Ég held að lesandi Gyrðis standi alltaf þarna, skiljandi án þess að skilja. Sögur hans fela í sér tilfinningu fyrir afli sem ekki er hægt að koma í orð en er þarna samt. í fyrri textum hans, t.d. í Blitíd- fugl/svartflug (1986) eða Gangandi íkorni (1987) var þetta afl án nokkurs vafa heimsendirinn. Hin yfirvofandi endalok sem í sjálfu sér var ekki hægt að setja á svið í endanleik sínum nema sem útþurrkun alls þess sem við þekktum. Slík útþurrkun er hins vegar ætíð svo alger og endanleg að það er ekki hægt að koma henni í orð. 1 stuttu textunum ffá tíunda áratugnum er skilningslömun lesandans jafhvel enn meiri, einfaldlega vegna þess að það er ekki nein stefna greinanleg í átt til útþurrkunarinnar. Sagan „Þreyta“ sem rýnt var í hér að ofan er gott dæmi um þennan mark- miðsskort. Hún lýsir ástandi sem er án aðdraganda eða röklegarar kveikju og sem virðist ekki eiga sér annað markmið en dauðann en samt er dauðinn fjarver- andi og reyndar eru áhöld um hvort lífið sé það ekki líka. Skilningsleysið hjá Gyrði er hluti af fagurfræðilegu og þekkingarfræðilegu vandamáli sem setur mikinn svip á nýöldina. Það felst í að hinn afhelgaði maður er stöðugt að glíma við að setja fram tengsl sín við heimssýn sína, menningu sína og sig sjálfan án þess að eiga upp á lögbundnar ffamsetningar- myndir gamla skipulagsins að hlaupa. Um leið og hann ber ábyrgð á sjálfum sér verður fagurfr æðilegur ff amsetning- armáti á höfuðhugmyndum hans eins og sögunni, sjálfstæðinu, framþróun- inni og frelsinu að finna sér nýjan farveg sem er í samræmi við eðli hugmynd- anna. Því er hið fagurffæðilega vanda- mál tjáningarinnar á altækum fýrir- brigðum: á dauðanum, hvarfinu eða ffelsinu ekki síður siðferðilegt vanda- mál. Gyrðir hafnar því að nota tákn iðn- aðar, rannsókna og fjármagns sem nýja miðju réttlætingar í stað miðju gamla skipulagsins en vinnur áfram með „leif- ar“ þess, með brot trúar, náttúru og líf- mögnunar. Hann hafnar táknum efna- hagsskipulagsins, einfaldlega vegna þess að þau eru það afl sem brýtur niður þann heim sem hann lýsir í sínu brota- kennda formi. Enda eru þessi tákn sjálf brot. Þau eiga fullt í fangi með að breiða yfir eigin mótsagnir og sannfæra um að þau séu rökleg. Þau eiga fullt í fangi með að vera í senn byggð á „gefinni“ óskyn- semi mannsins í baráttu hans fyrir auði og hagsæld og skynsemi rannsókna, langtímamarkmiða og fjárfestingar sem nauðsynleg er til að halda kerfinu saman og bæta það, jafnvel þótt þeir sem beita þessum táknum fyrir sig þori sjaldnast að viðurkenna slíkar mótsagnir. Á hinn bóginn er skilningsleysið ljóst í sínu mótsagnakennda eðli. Það blekkir eng- an með tilbúinni rökvísi. Vonarstjama? Að öðrum sögum bókarinnar ólöstuð- um er sagan „Annar draumur Stjörnu Odda“ að mínum dómi þeirra mögnuð- ust. Svipað og í „Þreytu“ sofnar Stjörnu Oddi, dreymir skelfilegan draum en fýllist gleði þegar hann vaknar og sér að draumurinn er aðeins draumur. Samt er aUt breytt: Þegar hann snýr aftur til bæj- ar eru allir á bak og burt. „„Farin! Hvers- vegna?“ Hróp hans bergmála undir festingunni. En fólkið er enn álútt og virðist steinrunnið í bátnum sem sígur fjær, í átt til fastalandsins, án þess þó að nokkur sitji undir árum“ (bls. 12). Stjörnu Oddi finnur „heltaka sig þungsinni sem er alger andstæða gleð- innar sem greip hann þegar hann vakn- 128 TMM 1996:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.