Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 10
WISLAWA SZYMBORSKA nafni. Ekki þó vegna þess að þau hafi aldrei fundið þennan neista innra með sér, heldur er ástæðan önnur: Vandinn að skýra það fyrir öðrum sem maður skilur ekki sjálfur. Sjálf fæ ég stundum þessa spurningu og færist þá undan að snerta á þessum kjarna málsins. í staðinn svara ég venjulega: Innblástur er ekki einhver forréttindi skálda eða listamanna almennt. Það hefur alltaf verið til fólk sem verður fyrir innblæstri, og mun alltaf verða. Það eru til dæmis allir þeir sem meðvitað velja sér vinnu og leysa hana af hendi af elju, natni og hugmyndaflugi. Það eru til dæmis til slíkir læknar og kennarar, garðyrkju- menn og hundruð annarra starfsstétta. Fyrir þetta fólk er vinnan óendanlegt ævintýri, þar sem sífellt koma upp ný og krefjandi verkefni sem þarf að leysa. Forvitni þeirra slokknar aldrei, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og hindr- anir. Úr sérhverri þraut sem þau hafa leyst, spretta upp margar nýjar spurn- ingar. Innblásturinn - hvað sem hann nú er - sprettur upp úr hinu eilífa: „Ég veit ekki...“ Fólk af þessu tagi er ekkert sérstaklega margt. Flestir á þessari jörð okkar vinna til þess að lifa af, fólk vinnur vegna þess að það neyðist til. Það hefur ekki valið sér vinnu eftir eigin þrá, heldur hafa kringumstæður þess ráðið því og valið vinnu fyrir það. Vinna sem manni mislíkar eða líður illa í, vinna sem hefur það eitt sér til ágætis að vera ekki aðgengileg öllum, er hrein gíslataka. Og það lítur ekki út fyrir að á þessari gíslatöku fólks verði nein breyting næstu aldirnar. Ég tek mér sem sé það frelsi að segja, að að sönnu tek ég frá skáldunum einkaleyfi á innblæstri, en um leið tel ég þau til fámenns hóps forréttinda- fólks. Nú hugsa kannski einhverjir áheyrendur: Hvað með alla þessa böðla, harðstjóra, öfgamenn og lýðskrumara sem slást um völdin, þeir elska jú líka sína vinnu og leysa hana af hendi af elju og oft hugkvæmni? Jú, vissulega - en þeir „vita“. Þeir vita og vitneskja þeirra nægir þeirn í eitt skipti fyrir öll. Þeir eiga ekki til neina forvitni lengur, kæra sig ekki um að vita neitt meira, því það gæti slævt broddinn í röksemdum þeirra. En vit sem ekki kveikir nýjar spurningar verður fljótt lífvana, missir þá næringu sem heldur í því lífi. Og slíkt vit getur orðið lífshættulegt fyrir samfélög þjóðanna, eins og við þekkjum svo vel úr sögunni, gamalli og nýrri. Þess vegna met ég svo mikils þessi þrjú litlu orð: „Ég veit ekki“. Lítil orð, en vængjuð. Þau auðga líf okkar og færa út víddir sem finnast innra með okkur öllum og þar sem okkar litla jörð hangir og snýst. Ef Isaac Newton hefði ekki sagt við sjálfan sig: „Ég veit ekki“ hefði kannski eplunum rignt niður beint fyrir framan augu hans og hann teygt sig eftir þeim og borðað af góðri lyst. Ef landa mín, Marie Sklodowska-Curie, hefði ekki sagt við sjálfa 8 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.