Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 15
Rúnar Helgi Vignisson
Glæður
'yrir mér eru staðir fólk. Þetta tvennt bráðnar einhvern veginn
saman í kollinum á mér eins og tóbak og tjara í rettuglóð. Það
skýrir hvers vegna ég ákvað að líta betur á plássið eftir atvikið
í vetur. Er það furða þótt maður vilji vita meira um fólkið sem kom
við sögu þarna um nóttina, þegar ég gekk eiginlega í endurnýjun
lífdaga. Það er ekki oft sem einhver reynist svo næmur á lífsneistann
í manni. Fundvísi lögregluþjónninn, sem fann dólginn en ekki glæp-
inn, varð til að mynda strax góðkunningi minn. Hann bölvaði sér fýrir
að hafa ekki trúað konunni strax.
Fordómar, ekkert annað en bölvaðir helvítis fordómar, sagði hann
og þakkaði sínum sæla fyrir að hafa sloppið með skrekkinn. En eitt
var gott við það, tók hann fram, hann væri orðinn miklu betri eigin-
maður. Það á ég ykkur að þakka, sagði hann.
Samviskan hafði rekið hann niður eftir þegar allt var um garð
gengið. Það var ljós svo hann ákvað að banka upp á og segja henni
niðurstöðuna, þá gæti hún frekar farið að sofa. Maður hefði gert það
sama.
Hún kom til dyra á náttsloppnum.
Segirðu fréttir? spurði hún undireins og dró upp sígarettu.
Þú átt hann, svaraði hann og kveikti í fyrir hana, þú átt hann
þennan. Og hann sá hvað henni létti, það birti yfir henni allri, hún
yngdist bókstaflega um nokkur ár fyrir augunum á honum.
Og þá fyrst sagðist hann hafa áttað sig á því hvað þetta var hugguleg
kona og undrast þennan einstæðingsskap hennar.
Hún þakkaði honum fyrir að láta sig vita og virtist ætla að kyssa
hann á kinnina. En í sömu svipan fór klukkan að slá og þá var engu
líkara en kippt væri í hana, hún vafði sloppnum þéttar að sér og lokaði
þegjandi og hljóðalaust, eins og annars hugar.
Lögregluþjónninn heldur áfram eftirlitsferð sinni, keyrir og keyrir
TMM 1997:2 13