Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 106
RITDÚMAR endurspegluðu ekki á nokkurn hátt þeirra eigin tilfinningar og hugsanir. Kom þetta fram með ýmsu móti: í hinum þýskumælandi heimi skilgreindu menn þessa andstöðu með orðunum „Zivi- lisation“ sem var látið tákna innflutta franska fagurfræði og siði og „Kultur“ sem notað var á hinn bóginn um innlend viðhorf og siði og talið miklu djúpstæð- ara og raunverulegra, og í Danmörku skopstældi Wessel franska harmleiki. Kjarninn í þessu andófi, sem fór hægt af stað í byrjun en magnaðist æ meir eftir því sem leið á 18. öldina, var sú hugsun, að það væru ekki til neinar algildar reglur um bókmenntir af því tagi sem áður höfðu verið boðaðar, menn væru mis- munandi eftir stað og tíma ogþyrft u þess vegna mismunandi tjáningarform og stíl. Jafnframt fóru menn að leita að leið- um til að túlka þær tilfinningar sem þeirn fannst að sér væru eiginlegar en höfðu ekki fundið neinn farveg innan þeirra klassísku bókmennta sem íylgdu reglun- um. Segja mætti að leitin væri ein, en þar sem hún reyndi fyrst og fremst að fara út fyrir „klassísku hefðina" frönsku stefndi hún í ýmsar áttir: menn höfnuðu ekki fornöldinni heldur var hún endurmetin og Hómer nú skyndilega settur í öndveg- ið, og einnig hurfu menn að alls kyns bókmenntaformum Norður-Evrópu sem „klassíska hefðin“ hafði ýtt til hliðar en þeim fannst koma sér mun meir við en hún, sem sé þjóðkvæðum, þjóðsög- um, miðaldabókmenntum og bók- menntahefð annarra þjóða á norður- slóðum. Sagt hefur verið að þetta sé mesta bylt- ingin sem orðið hafi í andlegu lífi álfunn- ar síðan á endurreisnartímanum, og er það tvímælalaust rétt, ekki síst ef að því er gáð að í kjölfar hennar fylgdi ekki aðeins óhemju mikil bókmenntasköp- un, heldur spruttu margvísleg vísindi upp af henni: þýska söguhyggjan, sam- anburðarmálfræðin, textafræði, þjóð- háttafræði og þar fram eftir götunum. En fyrir stöðu íslendinga var þetta einnig mesta byltingin sem orðið hefur: í þess- um nýju straumum fór sú bókmennta- hefð sem geymst hafði á Islandi að fá eitt af lykilhlutverkunum. Það að hafa varð- veitt tungumálið sem þessar miklu bók- menntir voru samdar á var stórkostlegt kraftaverk, og Islendingar sjálfir voru þeim mun merkilegri sem þeir varð- veittu betur málið og menninguna og sín eigin þjóðernissérkenni. Og einnig má bæta öðru við: á tímum „klassíska smekksins“ var harla erfitt að brúa bilið milli bókmennta sem fylgdu reglunum og íslensku hefðarinnar, en þegar menn í Norður-Evrópu byrjuðu að róa á allt önnur mið og leituðu sér t. d. að fyrir- myndum í þjóðkvæðum, breyttist þetta gersamlega: fyrir skáld og rithöfunda opnaðist sá nýi vegur að sameina inn- lendan arf og evrópskar nýjungar, vera skáld á íslensku og jafnframt í takt við hinn vestræna tíma. Þá er komið aftur að Hannesi og Egg- erti. Um ágreiningsmál þeirra er þetta ályktað í bókmenntasögunni (bls. 77): „Hannes var mun nær nútímaviðhorf- um í þessum efnum. Fyrir honum var tíminn ótrufluð hreyfing inn í raunveru- lega ff amtíð en ekki endurtekning glæsi- legrar byrjunar, þjóðlegrar og hetjulegrar fortíðar. Hann tók erlent knapafas ffam yfir samræmt göngulag fornt“. Það má vel vera. En þegar á samhengið er litið getur maður einnig velt því fyrir sér, hvort Hannes hafi hér ekki verið maður fortíðarinnar, bundinn þeim smekk sem enn var ríkjandi í álfunni, en Eggert þvert á móti maður hins nýja tíma. Hefði verið fróðlegt að fá svör við spurningum af þessu tagi frá sem víðust- um sjónarhornum og vænlegra til skiln- ings en alhæfingar úr smiðju Foucaults og félaga. Þessi gloppa er þeim mun til- finnanlegri fyrir þá sök, að þegar að róm- antísku skáldunum kemur eru þau stað- sett innan hræringa síns tíma á Vesturlöndum: sú umfjöllun er með ágætum, en það háir henni að hún hang- 104 TMM 1997:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.