Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 71
ÞEGAR RAFMAGNIÐ FÓR AF reyndi ég að muna hvenær mér hefði síðast fundist eitthvað og hvenær ég hefði verið í skapi. En það eina sem kom upp í hugann var atriðið úr Schindlers List þegar nasistaforinginn stendur á svölunum heima hjá sér og skýtur niður gyðinga. Ég velti fyrir mér hvernig skapi ég væri í en gat ekki ákveðið það og fór þá að hugsa um hvað væri rétt skap. Ég reyndi að ákveða hvað væri besta minning mín en það eina sem kom upp í hugann var nasistaforinginn á svölunum. Og ég spurði sjálfa mig hvort kvikmyndasjóður myndi nokkurntíma styrkja hand- rit sem væri um líf mitt. En komst ekki að niðurstöðu. Ég reyndi að muna hvenær ég hefði beðið síðast og þegar mér datt í hug að biðja mundi ég ekki nema hálft faðirvorið og þá rifjaðist upp fyrir mér að útvarpsmaðurinn hafði sagt að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn um nóttina. Og þá fékk ég „Polly“ laglínuna á heilann þótt ég myndi bara eina setningu úr textanum. „Polly wants a cracker.“ Og þegar ég sagði við sjálfa mig í hundraðasta skiptið að Polly langaði í kex rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var lítil og horfði á hundinn minn lenda fyrir bíl. Og spáði í hvort það þegar pabbi huggaði mig á eftir væri kannski besta minning mín. Og þá velti ég fyrir mér hvað væri erfiðasta ákvörðun sem hægt væri að taka og tókst þá loksins að komast að niðurstöðu. Og hún var sú að það hlyti að vera það að þurfa að velja á milli þess að bjarga annaðhvort lífi pabba síns eða mömmu. En ég gat samt ekki ákveðið hvort ég myndi velja og fljótlega var ég aftur byrjuð að hugsa um nasistaforingjann á svölunum sem skaut niður gyðingana og ég sá hann taka upp riffillinn og leggja hann að öxlinni og taka í gikkinn og skjóta niður gamla konu og ég sá hann hlaða aftur og í kíkinum ofan á rifflinum sá ég að miðið var á manni sem stumraði yfir henni og ég sá hann taka í gikkinn og ég sá gamla manninn falla í jörðina og ég sá nasistaforingjann miða á ungan strák og þegar hann var að fara að taka í gikkinn gekk stelpa framhjá glerdyrunum. Hún minnti mig á Courtney Love. Held ég. 5. Ég var í frjálsu falli þegar ég heyrði að Kurt Cobain hefði skotið sig í hausinn. Og ég man að ég var hissa á að heyra að Kurt hefði búið í TMM 1997:2 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.