Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 35
skAldsaga skiptir um ríkisfang lýsing gæti átt við fjölda persóna úr nýlegum íslenskum skáldsögum, nokkur dæmi valin af handahófi væru t.d. Andri í Sagan öll eftir Pétur Gunnarsson, Hrafn í íslenska draumnum eftir Guðmund Andra Thorsson, Nína í Meðan Nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur, Einar í Þeli eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur og Pétur í Vík milli vina effir Ólaf Hauk Símonarson. Þessar persónur eru vitanlega jafn ólíkar og þær eru margar, en þær eiga ýmislegt sameiginlegt, og ekki síst brostinn rithöfundardraum. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að þýða þessa persónu yfir í engilsaxneskt bókmenntakerfi fyrir innbyggðan lesanda með rætur í ensk- amerískri hefð. Þýðingin verður einnig erfiðari vegna þess hve lýsingin á persónu sögumannsins er knöpp og treystir m.a. á íslenskar bókmenntalegar vísanir. Orð sögumannsins: „Ég er að því kominn að ljúka við bók, hvísla ég, heila bók“, öðlast ekki síst merkingu sína fyrir þau textatengsl sem hún er í við fýrrnefndar skáldsögur, og í ljósi allra þeirra bóka sem aðalpersónur þeirra skrifuðu aldrei. Þessi vísun og það hégómlega stolt sem hún afhjúpar er horfin úr ensku gerðinni, og þar með draumur sögumannsins um skáld- frægð. En fyrst ekki er hægt að þýða þessa erkitýpu, eða það a.m.k. ekki reynt, þá dugir ekki minna en að koma með jafn máttuga og jafn auðþekkjanlega erkitýpu úr nýja kerfinu til að fylla hlutverkið. Og með því að breyta aðeins hlutföllunum í persónulýsingunni tekst það alveg bærilega. Sögumaðurinn í Absolution virðist ekki ganga með mikla rithöfundardrauma, en hann er á hinn bóginn náskyldur einni amerískustu persónugerð sem til er: einkaspæj- aranum. Sviðsetning hans í skáletraða kaflanum minnir um margt á klassíska byrjun á einkaspæjarasögu. Hann er í vandræðum í einkalífinu (konan nýfarin frá honum), starfið er óspennandi, hitinn kæfandi, þegar skyndilega berst símtal frá gömlum kunningja. Sá hefur verkefni fyrir hann sem í fljótu bragði virðist óspennandi en verður til þess að boltinn fer að rúlla og úr verður spennandi reyfari. Allir þessir þættir eru fyrir hendi í Fyrirgefningu syndanna, en í Absolution hefur allt annað verið tálgað utan af lýsingu sögumannsins þannig að spæjaragervið eitt situr eftir. Tvær viðbætur eru á enskunni sem styrkja þessa mynd af sögumanninum, lögmaður Péturs er kunningi sögumanns: „The telephone call I received one lazy afternoon from a lawyer friend, Herbert Scwartzmann“ (10) kemur í stað : „ símhringingin frá Scwartzmann lögfræðingi“(12). Það er því ekki bara kunningsskapur þeirra sem bætist við heldur einnig „lazy afternoon“ sem á vel heima í orðræðu einkaspæjarans. Sögumaðurinn blekkir síðan lögmanninn kunn- ingja sinn í Absolution, en þess sjást engin merki í Fyrirgefningu syndanna: TMM 1997:2 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.