Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 76
GUÐBERGUR BERGSSON þau séu á stöðugri hreyfingu. Líf mannsins er háð náttúrunni, en æðra henni í öllu. Náttúran getur ekki gefið sjálfri sér tilgang, þó hún geti lifað án mannsins, aftur á móti getur hann gefið henni og sér tilgang og merkingu og gerir það á ýmsan og ólíkan hátt, meðvitað eða án þess hann viti. Á hverjum tíma í sögu mannsins fer saman sjálfsvitund og viðhorf hans til þeirrar náttúru sem hefur enga hugmynd um tilveru sína eða mannsins og hugsar ekkert um þarfir eða innviði hans. Þannig sést að í náttúrunni eru ekki mannlegir eiginleikar, aftur á móti eru í manninum ótal eiginleikar sem hann fékk í arf frá henni við upphafið, en eftir fæðingu hvers og eins aðlagar hann þá misjafnlega vel að séreðli og persónu sinni með vilja, aðstæðum og lífsháttum síðar á ævinni, þegar hann umgengst og rænir hana, samborgar- ana og sjálfan sig, kominn til vits og ára, fullur af frekju og persónulegum þörfum án tillits til samfélagsins. Allt þetta er líklega fyrirtak og í því felst væntanlega ögn af sannleika um það sem við köllum lifandi eða lífræn efni, manninn og náttúruna, og eru hvort tveggja til sem hugmynd og veruleiki hjá manninum. Hægt er að rugla saman hugmynd og veruleika, líkt og skáldskap og reynd eða náttúru og manninum, en skynsamlegast verður að halda þessu mátulega aðgreindu í lífinu og leyfa hvoru um sig að halda mátulegri leynd. Hvorki maður né náttúran eru aðeins annað hvort hugmyndin ein, veruleikinn eða eitthvað útreiknanlegt. Vonandi verður hvorugt aldrei alveg skiljanlegt, hvernig sem vitið kann að rembast við það sem kallað er „að leysa gátu tilverunnar, náttúru og manns“. Leyfum manninum og náttúrunni að varðveita ögn af leyndardómum sínum og höldum affur af okkur í þeirri oft kjánalegu þörf að vilja komast að niðurstöðum í nafni vits og vísinda og þarfa fyrir þægindi og lífsgæði eða skrautsýningar á vísindaaffekum, eins og núna tíðkast, þegar vísindamenn staðhæfa að aðeins þeir geti fært heiminum raunverulegan lifandi skáldskap, skapað menn og dýr með súrrealísku ívafi - eins og það heitir í bókmennt- unum - ef þeir breyta erfðafrumunum. Þeir virðast vera sjálfskipaðir ein- ræðisherrar yfir þeim, þangað til þeim verður úthlutaður kvóti í því efni og komið á jafnrétti innan alræðisvalds græðginnar. Stór hluti af þekkingu okkar á manninum og náttúrunni er þegar orðinn hreinn óþarfi, eins konar vísindaneysla sem að lokinni andlegri meltingu kemur aðeins þörfinni fyrir úreldingu að gagni. í rembingi vitsins er erfiðið ekki lengur erfiðisins virði; og þrautirnar við að njóta þæginda eru orðnar meiri en leitin að þægindunum og fundurinn geta veitt. Þannig er sýking vitsins komin á lokastig, þægindasjúkdómur sem hlýtur fyrr eða síðar að leiða til kommúnisma eymdarinnar; vegna þess sem var kallað áður nauð- 74 TMM 1997:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.