Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 76
GUÐBERGUR BERGSSON
þau séu á stöðugri hreyfingu. Líf mannsins er háð náttúrunni, en æðra henni
í öllu. Náttúran getur ekki gefið sjálfri sér tilgang, þó hún geti lifað án
mannsins, aftur á móti getur hann gefið henni og sér tilgang og merkingu
og gerir það á ýmsan og ólíkan hátt, meðvitað eða án þess hann viti. Á
hverjum tíma í sögu mannsins fer saman sjálfsvitund og viðhorf hans til
þeirrar náttúru sem hefur enga hugmynd um tilveru sína eða mannsins og
hugsar ekkert um þarfir eða innviði hans. Þannig sést að í náttúrunni eru
ekki mannlegir eiginleikar, aftur á móti eru í manninum ótal eiginleikar sem
hann fékk í arf frá henni við upphafið, en eftir fæðingu hvers og eins aðlagar
hann þá misjafnlega vel að séreðli og persónu sinni með vilja, aðstæðum og
lífsháttum síðar á ævinni, þegar hann umgengst og rænir hana, samborgar-
ana og sjálfan sig, kominn til vits og ára, fullur af frekju og persónulegum
þörfum án tillits til samfélagsins.
Allt þetta er líklega fyrirtak og í því felst væntanlega ögn af sannleika um
það sem við köllum lifandi eða lífræn efni, manninn og náttúruna, og eru
hvort tveggja til sem hugmynd og veruleiki hjá manninum. Hægt er að rugla
saman hugmynd og veruleika, líkt og skáldskap og reynd eða náttúru og
manninum, en skynsamlegast verður að halda þessu mátulega aðgreindu í
lífinu og leyfa hvoru um sig að halda mátulegri leynd. Hvorki maður né
náttúran eru aðeins annað hvort hugmyndin ein, veruleikinn eða eitthvað
útreiknanlegt. Vonandi verður hvorugt aldrei alveg skiljanlegt, hvernig sem
vitið kann að rembast við það sem kallað er „að leysa gátu tilverunnar,
náttúru og manns“.
Leyfum manninum og náttúrunni að varðveita ögn af leyndardómum
sínum og höldum affur af okkur í þeirri oft kjánalegu þörf að vilja komast
að niðurstöðum í nafni vits og vísinda og þarfa fyrir þægindi og lífsgæði eða
skrautsýningar á vísindaaffekum, eins og núna tíðkast, þegar vísindamenn
staðhæfa að aðeins þeir geti fært heiminum raunverulegan lifandi skáldskap,
skapað menn og dýr með súrrealísku ívafi - eins og það heitir í bókmennt-
unum - ef þeir breyta erfðafrumunum. Þeir virðast vera sjálfskipaðir ein-
ræðisherrar yfir þeim, þangað til þeim verður úthlutaður kvóti í því efni og
komið á jafnrétti innan alræðisvalds græðginnar.
Stór hluti af þekkingu okkar á manninum og náttúrunni er þegar orðinn
hreinn óþarfi, eins konar vísindaneysla sem að lokinni andlegri meltingu
kemur aðeins þörfinni fyrir úreldingu að gagni. í rembingi vitsins er erfiðið
ekki lengur erfiðisins virði; og þrautirnar við að njóta þæginda eru orðnar
meiri en leitin að þægindunum og fundurinn geta veitt. Þannig er sýking
vitsins komin á lokastig, þægindasjúkdómur sem hlýtur fyrr eða síðar að
leiða til kommúnisma eymdarinnar; vegna þess sem var kallað áður nauð-
74
TMM 1997:2