Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Síða 85
MAÐURINN í NÁTTÚRUNNl Frá heimsstyrjöldinni fyrri, í rúm sjötíu ár, hefur lítið verið að marka mál og hugsun manna. Þeir tímar sem við lifum á eru afleiðingar af „jái“ og „neii“ eða speki í ætt við aðferðir og niðurstöður skoðanakannana. Orð og skoðanir hafa verið afleiðing af njörvun við skorinort „já“ eða „nei“, svipað og í Lottói eða knattspyrnu. í þeim er augljóst hver vinnur eða tapar, enda vinsælar hjá almenningi, annað í lífi fólks er óljóst. Sú er trú margra að öllu væri borgið í þjóðlífinu ef hægt væri að skafa af Davíð Oddssyni eins og skafmiða og sjá strax niðurstöðuna af verkum hans og hægt að fá ávinninginn af þeim greiddan eins og skot og ósk þjóðarinnar uppfyllta, vera hálft árið á íslandi, hálft í sólarlöndum eða líta á sig sem einstakling af því kyni sem kvað vera hálfur hluti mannkynsins, vera í hálfu starfi eða fara hálffullur gegnum lífið, án þess að verða alger hálfviti. En menn lifa ekki enn í skafmiðasamfélagi. Það mun taka mannkynið óratíma að endurheimta umhverfið sem það hafði fengið til umráða frá náttúrunni eða skapað sér með eigin hendi, hina frjálsu hugsun, tengsl við jurtir og dýr, líkamann og tilfinningar sínar, tengsl við lífið, heilbrigði eða sjúkdóma og dauðann, og hreinsa sig af sannfæring- artímum „jás“ eða „neis“, þannig að fæðist einstaklingar, ef mannkynið hreinsar sig nokkurn tímann af hentuga hugsunarleysinu sem það ávann sér, kaus að sofa næstum í heila öld í umhverfi menguðu af „jái“ eða „neii“ vina eða óvina, síhrætt á öllum sviðum, jafnvel við það að hafa ekki sagt nógu oft eða skorinort „nei“ eða „já“ sér og öðrum til sáluhjálpar. í einu voru flestir sammála, því að breyta heiminum, umturna eða eyða honum í sjálfsvörn og þarna voru ekki að verki svonefndir þjóðernissinnar, heldur alþjóðasinnar. í svonefndum nútíma áttu hugsjónir og verk manna að ná til gervalls mannkyns eins og Alnetið. Trúboðar nútímans notuðu sömu eða hliðstæðar aðferðir til að vinna aðra á sitt band og breyta þeim. Þeir komu sér upp útvöldum mönnum, lausnurum, messíösum sannleikans og hægra liðið sagði: „Annar eins maður og Oliver Lodge fer ekki með neina lygi.“ Það vinstra sagði að nefndur Oliver færi ekki með annað en haugalygi og bætti við: „Aftur á móti er annar maður, Ásmundur Jóns, sem fer aðeins með hið vísindalega sannaða og rétta.“ Þannig voru málin á vettvangi sannleikans uns menntun og „hitt kynið“ kom til sögunnar og skjalanna og sagði um sína lausnara: „Önnur eins kona með jafn prýðileg próf fer ekki með neina lygi!“ Úr þessu umhverfi virðumst við ætla að ganga til móts við nýja öld. Nú, þegar hvorki heimsveldin heilla né messíasar getumikilla málstaða, býður Alnetið upp á óþrjótandi möguleika. Hverju barni er leikur einn að verða þjóðhöfðingi ef ekki alvaldur, kóngur, á heimasíðunni sinni. Afkom- endur sannfæringarkynslóðanna reika um þennan nýja alheim í draumór- um sínum eða halda að það sé lausn á ráðvillu að skokka úti í náttúrunni TMM 1997:2 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.