Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 97
ÍSLENSKA MEÐ ÚTLENDU KRYDDI Fyrsta ljóðabókin [...] er módernísk en þær næstu [...] hylla sum- part hið opna ljóð. Þarna seilist höfundur í merkingu dönsku sagnarinnar hylde og leggur þá merkingu hennar að vera hlynntur e-u, aðhyllast e-ð í íslensku sögnina hylla. Úr þessu verður þó hvorki danska né íslenska; ég veit ekki til að hægt sé að segja á dönsku að bogen hylder eitt eða neitt, og þaðan af síður er hægt að segja á íslensku að bækur hylli nokkurn skapaðan hlut. Og við göngum á röðina: Eigum við ekki bara að byrja á nýju bókinni [. . .] Hvað hefur hún verið lengi í burðarliðnum? Burðarliður er orðið mikið tískuorð hjá fjölmiðlafólki. Auðvitað snýr sér enginn við og sér á þeim sem talar um að eitthvað sé í smíðum eða í undirbúningi, að hann sé sigldur. En sá sem spyr hvort eitthvað sé í burðar- liðnum, hann er að reyna að tala og skrifa eins og fína fólkið, þetta siglda. En hvað merkir þetta orð, burðarliður? „ytri hluti á sköpum konu eða kvendýrs, fæðingarlimir“ stendur í íslenskri orðabók Menningarsjóðs. Hér spyr kona konu hvað bók sem hún samdi hafi verið lengi í burðarliðnum. Ekki mundi ég þora að spyrja konu þessarar spurningar, og ég læt hjá líða að orða hana á mannamáli. Hvernig upplifirðu tímann þegar þú ert að skrifa tímafreka bók? Mikil lifandis ósköp megum við íslendingar vera þakklátir Dönum fýrir að hafa kennt okkur að nota nafnorðið upplifun og sögnina upplifa. Þórbergur Þórðarson varð að gera sér að góðu sögnina skynja: „í Gróðrarstöðinni týndist manni sá hæfileiki, sem skynjar tímann."1 Nú lætur enginn maður heyra í sér í útvarpi eða sjónvarpi á íslandi og enginn maður skrifar svo grein eða bók að hann komi ekki þessum dásamlegu orðum að í tíma og ótíma. Yfirmaður allra fræðsluskrifstofa í heilum landsfjórðungi komst fyrir skömmu svo að orði í útvarpi að það hefði verið mögnuð upplifun að upplifa tónleika sem hann komst á utanlands. Mikið má hann vera þakklátur Dönum fyrir að hafa kennt sér að tala. Eiginlega ættu Danir skilið að íslendingar gæfu þeim Esjuna og Herðubreið fyrir þessi orð, ef nokkur lifandi leið væri að koma þessum fjöllum til þeirra. Danir hafa gert okkur þann greiða að taka þessi orð úr þýsku og færa þau í danskan málbúning sem íslendingar hafa síðan gleypt við og aldrei áður tekið sér í munn annað eins hnossgæti, enda þótt þessi orð séu í rauninni illa ættuð. Orðmyndina hafa Danir tekið eftir þýsku aufleben, en merkinguna, einkum á síðustu TMM 1997:2 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.