Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Blaðsíða 25
SKÁLDSAGA SKIPTIR UM RÍKISFANG
ólíkar, það sem er einum hópi sjálfsagður hlutur er öðrum lokuð bók.
Þýðandinn hefur því tvo megin kosti:3 Annars vegar getur hann valið að
„klæða verkið í íslenskan búning“, gert allt til að eyða framandlegum áhrifum
og samsama verkið þeim heimi og þeim bókmenntum sem lesendur eru
vanir. Þetta hefur verið nefnt „áhrifa-jafngildi“ þar sem þessi aðferð stefnir
að því að þýðingin hafi sömu áhrif á lesendur sína og frumtextinn hefur á
lesendur í sínu upprunalega umhverfi. Hins vegar getur þýðandinn flutt
heim og formgerð verksins með því til nýrra heimkynna, þá er framandleg-
um einkennum haldið þó að þau séu ólík því sem lesendur eiga að venjast
og geti jafnvel reynst þeim erfið til skilnings án skýringa. Þessi aðferð hefur
verið nefnd „formlegt jafngildi“ þar sem hún beinist að formlegum og
menningarlegum eigindum textans sem þýddur er, en síður að þeim áhrifum
sem samkvæmt túlkun þýðandans eiga að felast í honum. Hvora aðferðina
sem þýðandinn velur þarf hann alltaf að hafa í huga hverjir væntanlegir
lesendur hans eru og hvaða skorður það setur þýðingunni.
ísraelski bókmenntafræðingurinn Itamar Even-Zohar hefur sett fram
kenningu um bókmenntir og umhverfi þeirra sem margþætt kerfi (e. polysy-
stem) þar sem meginandstæðurnar eru milli verka sem eru innan hefðar-
veldis (canonized) og þeirra sem standa utan þess (non-canonized).4 Sú
starfsemi kerfisins sem er innan hefðarveldis hefur áhrif á þróun bókmennt-
anna, hvort sem um er að ræða frjóa nýsköpun eða stöðnun og fylgispekt
við fyrirframgefnar formúlur. Um þá starfsemi sem er utan hefðarveldisins
eða á jaðri þess gegnir öðru máli. Þar er að finna ýmsa bókmenntastarfsemi
sem ekki er rúm fyrir innan miðjunnar, oft allra framsæknustu bókmennt-
irnar ásamt þeim alíhaldsömustu, afþreyingarbókmenntum sem ekki njóta
tilhlýðilegrar virðingar til að teljast til alvöru bókmennta, þótt þær, líkt og
framúrstefnan, geti haft margvísleg áhrif á þær.5 Even-Zohar hefur fjallað
sérstaklega um þýðingar í þessu samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að
algengasta staða þeirra sé utan hefðarveldisins. Undantekningar verða ffá
þessu þegar bókmenntakerfi eru fábreytt eða veikburða, þá skáka þýddar
bókmenntir þeim frumsömdu og móta hefðina í einhvern tíma. I öflugri og
rótgróinni bókmenntahefð eru þýddar bókmenntir þó alltaf í jaðarstöðu,
þær taka lítinn sem engan þátt í mótun hefðarinnar og eiga ekki greiðan
aðgang að lesendum eða umfjöllun. Sem dæmi um sterk bókmenntakerfi af
þessu tagi nefnir Even-Zohar það franska og það bandaríska.
Skáldsögur Ólafs Jóhanns koma út við gjörólíkar aðstæður í enskri og
íslenskri gerð. Á íslandi kom Fyrirgefning syndanna út sem frumsamið
skáldverk efitir höfund sem var þekktur, var álitinn a.m.k. efnilegur höfundur
og sonur eins af virtustu höfundum okkar á öldinni. Bókin var auk þess
kynnt af útgefanda sem meiriháttar bókmenntaviðburður og seldist í stórum
TMM 1997:2
23