Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1997, Side 30
JÓN YNGVI JÓHANNSSON Sverð og skagfirskar bóndakonur Við þýðingu skáldverka er það sígilt vandamál hvernig fara skuli með vísanir til þátta í menningu frumtextans sem hafa einungis merkingu fyrir það málsamfélag sem hann er sprottinn úr. Sem fyrr eru tvær meginleiðir sem þýðendur geta valið: staðfærsla sem er í anda áhrifa-jafngildis, og bein þýðing, með eða án skýringa sem er þá í anda formlegs jafngildis. í Absolution er íýrri leiðin valin, enda markmiðið með breytingum á textanum að stað- setja hann í engilsaxnesku bókmenntakerfí eins og áður sagði. Þessi stað- færsla er ekki stór hluti af breytingunum sem gerðar eru á textanum. Þær eru samfelldar og gegnumgangandi sem bendir til þess að þær séu gerðar í þeim tilgangi að má út íslensk einkenni sögunnar. Oftast er sú leið farin að sleppa sérkennum sem varla verða skilin fyrir- varalaust nema menn hafi skilning á íslensku samhengi. Þannig er því t.d. farið þegar Pétur Pétursson líkir fyrri konu sinni við skagfírska bóndakonu (92), og þegar vísað er í dánarfregnir og jarðarfarir í íslensku útvarpi (7). Tjörnin sem einatt er með stórum staf á íslensku verður einnig fyrir barðinu á þessu, hún er bara „the lake“ (240 í Absolution) eða er sleppt (117). Annað atriði og nokkuð stærra sem sleppt er í Absolution er líkingamál sem Pétur Pétursson grípur til þegar hann lýsir samskiptum fjölskyldu sinnar. Þar notar hann gjarnan líkingar við sverð, spjót og önnur forn vopn sem eru íslenskum lesendum kunnuglegar. Stundum er þessu sleppt, til dæmis þegar Pétur sviðsetur í huganum viðbrögð dóttur sinnar eftir dauða sinn: .Fyrirgef mér, Faðir, því ég hef syndg- að. Það eru liðnar fjórar vikur ff á því ég kom til þín seinast, fjórar langar vikur og dimmar, vikur hvassra spjóta og beittra hnífa, vikur sem faðir okkar heitinn hefði haft unun af að fýlgjast með, væri hann enn á lífi...‘(ll) “Forgive me, Father, for I have sinned. Four weeks have passed since I last visited you, weeks that our late father would have delighted in observing, were he still alive.” Annars staðar er myndmálið þýtt með tiltölulega hlutlausu orðalagi á ensku, „þessi verða vopnin og spjótið gengur í hjartastað“(7) verður „these will be their instruments of torture.“(5) Aðeins á einum stað er skrefið stigið til fulls í staðfærslu þessa myndmáls, en þá er myndin sótt í heim indjána í stað víkinga: „nú skyldu sverðin slíðruð“(100) verður „it was time to bury the hatchet“(90). Síðasta dæmið er lunkin lausn í anda áhrifa-jafngildis, stríðsöxi indjánans hefur sömu skírskotanir í bandarískri orðræðu og sverð víkingsins í íslenskri. Það sem mestu varðar hér er ekki það hvernig hver 28 TMM 1997:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.